Ríkisstjórnin líka með skúffu: 950 milljónir í handvalin verkefni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2016 11:15 Ríkisstjórn Íslands hefur sett peninga í ýmis verkefni með ráðstöfunarfé sínu sem skaffað er árlega á fjárlögum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Íslands hefur varið 950 milljónum króna frá 2009 í ýmis handvalin verkefni af fjárlagalið sem heitir ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða sambærilegan sjóð og það sem daglega kallast skúffufé ráðherra og koma framlög af þessum lið til viðbótar við ákvarðanir einstakra ráðherra. Tvær ríkisstjórnir hafa setið á tímabilinu sem skoðað var; vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Menningin með mest Mest hefur farið í menningartengd verkefni, eða 232,8 milljónir króna, samkvæmt yfirliti sem tekið var saman af forsætisráðuneytinu að beiðni fréttastofu. Mest fékk Háskólinn vegna útgáfu afmælisrits og viðburða á afmælisári skólans árið 2010. Næst hæstu styrkina vegna menningartengdra hluta voru veittir vegna 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi árið 2012, 20 milljónir, og til að fjármagna útsendingar Ríkisútvarpsins um gervihnött þar til starfræn útsendingu tegur við, einnig 20 milljónir.Innviðaverkefni fyrirferðamikil Ríkisstjórnin setti 190 milljónir króna í verkefni sem tengjast innviðum eða uppbyggingu innanlands. Mest var sett í brýnar framkvæmdir á Þingvöllum, 15 milljónir, og endurnýjun samnings um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins, 14,5 milljónir. Átta 10 milljóna króna styrkir voru veittir í önnur slík verkefni; Gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta, undirbúning sóknaráætlunar 20/20, átaksverkefni á ýmsum sviðum sem tengjast vinnumarkaðsúrræðum, stofnun atvinnuþróunarfélags á Suðurnesjum, til að mæta áföllnum kostnaði við fælingartilraunir í Kolgrafafirði, könnunarviðræður við Breta um lagningu sæstrengs, formennsku í vinnuhópi Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis á Norðurslóðum og til Slysavarnafélagsins Landsbjörg vegna fjölgunar ferðamanna yfir vetrartímann.Hæsta framlagið í öryggismál Til viðbótar varði ríkisstjórnin 145 milljóna vegna ýmissa verkefna á vegum stjórnarráðsins eða tengdum aðilum. Þar á meðal er styrkur vegna útfarar fyrrverandi forsætisráðherra og það sem kallast kostnaður forsætisráðuneytisins vegna ríkisstjórnarinnar á hverju ári. Langhæsta framlagið, bæði í þessum flokki og allra styrkja sem stjórnin veitti, var vegna öryggismála æðstu stjórnar; ríkisstjórnarinnar sjálfrar. 25 milljónir voru veittar árið 2012 og aðrar 20 milljónir árið 2013. Báðar greiðslurnar voru samþykktar í ríkisstjórn árið 2012.Skákíþróttin með tugmilljónir 130 milljónir voru settar í íþróttamál. Mest fór til ÍSÍ vegna ýmissa verkefna eða 45 milljónir. Langhæsti einstaki styrkurinn til íþróttamála er 30 milljóna styrkur til ÍSÍ vegna 100 ára afmælis samtakanna árið 2012. Skák er sú íþrótt sem fær næst hæstu styrkina, eða samtals 33 milljónir. 25 milljónir voru veittar vegna Evrópumóts landsliða í skák sem haldið var á Íslandi síðastliðið haust. Fjórir tveggja milljóna króna styrkir voru veittir til skákverkfna; til dæmis vegna lokahófs Evrópumóts landsliða síðastliðið haust. Hjálparstarf og lögreglan fengu Ríkisstjórnin setti svo 108 milljónir króna í ýmsa styrki og hjálparstarf. Þar á meðal voru fimmtán milljónir sem veittar voru í hjálpar- og uppbyggingarstarf íslenskra félagasamtaka á Haítí og gjafir til Akureyrar og Vestmannaeyja fyrir tíu milljónir hvor í tilefni viðburða í bæjunum. 75 milljónir fóru svo til lögreglunnar; 50 milljónir í viðbótarfjárveitingu og 23 milljónir í rannsóknarteymi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. 37 milljónir hafa farið í markaðsstarf. Fjárfestingasvið Íslandsstofu fékk 25 milljónir til að efla markaðsstarfs gagnvart erlendum fjárfestingum á þessu ári og 12 milljónir voru veittar í markaðsstarf vegna íslenska hestsins.Menntun rekur lestina Ríkisstjórnin setti þá 32 milljónir króna í menntatengd verkefni. Hæsti styrkurinn fór í efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi, 15 milljónir. Tíu milljónir fóru í að tryggja áframhaldandi gott framboð á námi á framhaldsskólastigi á Vestfjörðum, 6,5 milljónir í aukaframlag til fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og 600 þúsund í hugmyndaþing um breyttar áherslur í menntamálum, samþættingu menntastefnu og atvinnustefnu og eflingu starfsnáms í íslensku skólakerfi. Alþingi Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur varið 950 milljónum króna frá 2009 í ýmis handvalin verkefni af fjárlagalið sem heitir ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða sambærilegan sjóð og það sem daglega kallast skúffufé ráðherra og koma framlög af þessum lið til viðbótar við ákvarðanir einstakra ráðherra. Tvær ríkisstjórnir hafa setið á tímabilinu sem skoðað var; vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Menningin með mest Mest hefur farið í menningartengd verkefni, eða 232,8 milljónir króna, samkvæmt yfirliti sem tekið var saman af forsætisráðuneytinu að beiðni fréttastofu. Mest fékk Háskólinn vegna útgáfu afmælisrits og viðburða á afmælisári skólans árið 2010. Næst hæstu styrkina vegna menningartengdra hluta voru veittir vegna 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi árið 2012, 20 milljónir, og til að fjármagna útsendingar Ríkisútvarpsins um gervihnött þar til starfræn útsendingu tegur við, einnig 20 milljónir.Innviðaverkefni fyrirferðamikil Ríkisstjórnin setti 190 milljónir króna í verkefni sem tengjast innviðum eða uppbyggingu innanlands. Mest var sett í brýnar framkvæmdir á Þingvöllum, 15 milljónir, og endurnýjun samnings um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins, 14,5 milljónir. Átta 10 milljóna króna styrkir voru veittir í önnur slík verkefni; Gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta, undirbúning sóknaráætlunar 20/20, átaksverkefni á ýmsum sviðum sem tengjast vinnumarkaðsúrræðum, stofnun atvinnuþróunarfélags á Suðurnesjum, til að mæta áföllnum kostnaði við fælingartilraunir í Kolgrafafirði, könnunarviðræður við Breta um lagningu sæstrengs, formennsku í vinnuhópi Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis á Norðurslóðum og til Slysavarnafélagsins Landsbjörg vegna fjölgunar ferðamanna yfir vetrartímann.Hæsta framlagið í öryggismál Til viðbótar varði ríkisstjórnin 145 milljóna vegna ýmissa verkefna á vegum stjórnarráðsins eða tengdum aðilum. Þar á meðal er styrkur vegna útfarar fyrrverandi forsætisráðherra og það sem kallast kostnaður forsætisráðuneytisins vegna ríkisstjórnarinnar á hverju ári. Langhæsta framlagið, bæði í þessum flokki og allra styrkja sem stjórnin veitti, var vegna öryggismála æðstu stjórnar; ríkisstjórnarinnar sjálfrar. 25 milljónir voru veittar árið 2012 og aðrar 20 milljónir árið 2013. Báðar greiðslurnar voru samþykktar í ríkisstjórn árið 2012.Skákíþróttin með tugmilljónir 130 milljónir voru settar í íþróttamál. Mest fór til ÍSÍ vegna ýmissa verkefna eða 45 milljónir. Langhæsti einstaki styrkurinn til íþróttamála er 30 milljóna styrkur til ÍSÍ vegna 100 ára afmælis samtakanna árið 2012. Skák er sú íþrótt sem fær næst hæstu styrkina, eða samtals 33 milljónir. 25 milljónir voru veittar vegna Evrópumóts landsliða í skák sem haldið var á Íslandi síðastliðið haust. Fjórir tveggja milljóna króna styrkir voru veittir til skákverkfna; til dæmis vegna lokahófs Evrópumóts landsliða síðastliðið haust. Hjálparstarf og lögreglan fengu Ríkisstjórnin setti svo 108 milljónir króna í ýmsa styrki og hjálparstarf. Þar á meðal voru fimmtán milljónir sem veittar voru í hjálpar- og uppbyggingarstarf íslenskra félagasamtaka á Haítí og gjafir til Akureyrar og Vestmannaeyja fyrir tíu milljónir hvor í tilefni viðburða í bæjunum. 75 milljónir fóru svo til lögreglunnar; 50 milljónir í viðbótarfjárveitingu og 23 milljónir í rannsóknarteymi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. 37 milljónir hafa farið í markaðsstarf. Fjárfestingasvið Íslandsstofu fékk 25 milljónir til að efla markaðsstarfs gagnvart erlendum fjárfestingum á þessu ári og 12 milljónir voru veittar í markaðsstarf vegna íslenska hestsins.Menntun rekur lestina Ríkisstjórnin setti þá 32 milljónir króna í menntatengd verkefni. Hæsti styrkurinn fór í efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi, 15 milljónir. Tíu milljónir fóru í að tryggja áframhaldandi gott framboð á námi á framhaldsskólastigi á Vestfjörðum, 6,5 milljónir í aukaframlag til fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og 600 þúsund í hugmyndaþing um breyttar áherslur í menntamálum, samþættingu menntastefnu og atvinnustefnu og eflingu starfsnáms í íslensku skólakerfi.
Alþingi Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?