Gunnar Bragi fundaði með Bandaríkjamönnum um öryggis-og varnarmál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 17:22 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05
Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56