Gunnar Bragi fundaði með Bandaríkjamönnum um öryggis-og varnarmál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 17:22 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05
Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56