Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings

Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd

Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís Ósk aðstoðar Jón

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa með formennsku í fastanefndum

Ekki er tímabært að ræða formannaskiptingu í fastanefndum Alþingis að mati þingflokksformanns Pírata og formanns Samfylkingarinnar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki sé skylt að skipta formannsstólum jafnt á milli flokka.

Innlent
Fréttamynd

Rammaáætlun bíður á núllstillingu

Með nýjum kosningum var umfjöllun Alþingis um rammaáætlun núllstillt. Nýr umhverfisráðherra þarf að mæla fyrir málinu á nýjan leik, en segir of snemmt að segja til um í hvaða mynd það verður. Nýir ráðherrar deildu harkalega um m

Innlent
Fréttamynd

Grátt silfur og sjálfsmörk

Sumar stjórnarmyndanir eru misráðnar, t.d. myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen 1980. Efnahagsmálin voru þá í enn meiri ólestri en jafnan fyrr. Verðbólgan hafði verið 45% árið áður, 1979. Sparifé landsmanna stóð í björtu báli enda var verðtryggingu þá ekki til að dreifa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vonbrigði að verða ekki nýir ráðherrar

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með að hljóta ekki kjör sem ráðherrar. Brynjar Níelsson sóttist eftir því að verða dómsmálaráðherra og Haraldi Benediktssyni svíður að Sjálfstæðisflokkurinn stj

Innlent
Fréttamynd

Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga

Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til þingmanna

Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk

Skoðun