Dómsmálaráðherra íhugar að vísa landsréttarmáli til Yfirdóms Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2019 18:45 Dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hún segi af sér embætti vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem þó kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Íslensk stjórnvöld hafi nú þrjá mánuði til að ákveða hvort málinu verði vísað til Yfirdóms. Sigríður Andersen segir dóm Mannréttindadóms Evrópu óvæntan og fordómalausan. Þá komi á óvart að dómurinn sé klofinn þar sem forseti dómstólsins sé annar tveggja dómara sem skili séráliti. „Það eru mjög andstæð sjónarmið sem koma fram í dómi meirihlutans og áliti minnihluta. Þannig að við erum bara að skoða dóminn núna vel. Það er alveg ljóst að hann kann að hafa áhrif út um alla Evrópu,” sagði Sigríður í hádegisfréttum Bylgjunnar. En vegna andláts móður hennar í gær veitti hún ekki frekari viðtöl í dag. Hún segir dóminn yfirgripsmikinn og nauðsynlegt að skoða hann vandlega. „Það er mat sérfræðinga bæði hér í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni og fleiri hefur leitt til þess að við erum að skoða það vandlega og alvarlega hvort ekki sé rétt að skjóta þessari niðurstöðu til yfirdómsins svo kallaða.”Sem er fær leið? „Sem er fær leið. Við höfum núna þrjá mánuði til þess,” segir Sigríður. Það komi henni ekki á óvart að þess hafi verið krafist að hún segi af sér embætti vegna málsins. „En nei ég tel að þessi dómur gefi ekki tilefni til þess. Ég bara minni á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Og það voru einmitt allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta,” segir dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn ekki hafa bein réttaráhrif hér á landi. Engu að síður ákvað dómstjóri Landsréttar í dag að öllum málum þar sem dómararnir fjórir koma að í réttinum yrði frestað út þessa viku allavega. Dómsmálaráðherra segir ummæli í minnihlutaáliti dómsins vekja athygli. „Um að meirihlutinn hafi látið opinbera umræðu pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa.”Nýtur þú trausts í ríkisstjórninni allri?„Já, já ég geri það,” segir Sigríður Andersen. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. 12. mars 2019 17:04 Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hún segi af sér embætti vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem þó kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Íslensk stjórnvöld hafi nú þrjá mánuði til að ákveða hvort málinu verði vísað til Yfirdóms. Sigríður Andersen segir dóm Mannréttindadóms Evrópu óvæntan og fordómalausan. Þá komi á óvart að dómurinn sé klofinn þar sem forseti dómstólsins sé annar tveggja dómara sem skili séráliti. „Það eru mjög andstæð sjónarmið sem koma fram í dómi meirihlutans og áliti minnihluta. Þannig að við erum bara að skoða dóminn núna vel. Það er alveg ljóst að hann kann að hafa áhrif út um alla Evrópu,” sagði Sigríður í hádegisfréttum Bylgjunnar. En vegna andláts móður hennar í gær veitti hún ekki frekari viðtöl í dag. Hún segir dóminn yfirgripsmikinn og nauðsynlegt að skoða hann vandlega. „Það er mat sérfræðinga bæði hér í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni og fleiri hefur leitt til þess að við erum að skoða það vandlega og alvarlega hvort ekki sé rétt að skjóta þessari niðurstöðu til yfirdómsins svo kallaða.”Sem er fær leið? „Sem er fær leið. Við höfum núna þrjá mánuði til þess,” segir Sigríður. Það komi henni ekki á óvart að þess hafi verið krafist að hún segi af sér embætti vegna málsins. „En nei ég tel að þessi dómur gefi ekki tilefni til þess. Ég bara minni á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Og það voru einmitt allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta,” segir dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn ekki hafa bein réttaráhrif hér á landi. Engu að síður ákvað dómstjóri Landsréttar í dag að öllum málum þar sem dómararnir fjórir koma að í réttinum yrði frestað út þessa viku allavega. Dómsmálaráðherra segir ummæli í minnihlutaáliti dómsins vekja athygli. „Um að meirihlutinn hafi látið opinbera umræðu pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa.”Nýtur þú trausts í ríkisstjórninni allri?„Já, já ég geri það,” segir Sigríður Andersen.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. 12. mars 2019 17:04 Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59
Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. 12. mars 2019 17:04
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04