„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2019 16:45 Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. Vísir/stöð 2 „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07