Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2019 16:05 Sigríður er farin. Ekkert tímabundið við það að sögn prófessorsins. Ekki í sjálfu sér. Ekki stjórnsýslulega. Komi hún aftur er það sjálfstæð ákvörðun. visir/vilhelm Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55