Forystufólk flokksins líklegt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Líklegast þykir að dómsmálin fari til forystu flokksins. Fréttablaðið/anton brink Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55