Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 15:55 Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksnis segir tvo möguleika í stöðunni varðandi hvernig brugðist verði við brotthvarfi Sigríðar Á. Andersen úr stóli dómsmálaráðherra. Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Sigríður tilkynnti á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar til tímabundið á meðan dómur Mannréttindadómstólsins er til skoðunar. Bjarni ræddi við blaðamenn í þinghúsinu í dag þar sem hann útskýrði að þau Sigríður hefðu setið saman og metið stöðuna. „Metið þörfina til að gera það sem við getum og í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu,“ sagði Bjarni. „Sigríður stígur þetta skref sem mér finnst mjög virðingavert,“ sagði fjármálaráðherra og minnti á að hann hefði staðið með Sigríði á hverju stigi málsins. Kom Bjarna í opna skjöldu Dómurinn hefði komið honum í opna skjöldu. Tveir af sjö dómurum hefðu þó skilað sérákvæði. Hann væri ánægður að ráðherrar í ríkisstjórninni væru sammála um að tilefni væri til að láta reyna á niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hjá Yfirrétti dómsins. Óvíst væri þó hvort það fengist samþykkt, þ.e. að rétturinn tæki málið fyrir og þá er ekki ljóst hve langan tíma það taki. Bjarni lagði áherslu á að flokkarnir í ríkisstjórninni hefðu mjög mikla trú á samstarfinu. „Það eru mörg verkefni í deiglunni sem við viljum standa vörð um. Þegar við setjumst niður erum við fyrst og fremst að hugsa um að fá frið til að leiða vandasöm verkefni til lykta.“ Sigríður hefði tekið ákvörðunina algjörlega á eigin forsendum. Það sé skilningur þeirra beggja, sameiginlegur, að ákvörðunin sé til að skapa vinnufrið. Enginn útilokaði þátttöku hennar í ríkisstjórninni þegar óvissunni vegna dómsins hefði verið eytt. Ekki liggur fyrir hver sest í stól dómsmálaráðherra. Sér fyrir sér ráðherra úr þingflokknum „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ Bjarni segir að sér hafi fundist mjög mikilvægt að ráðherrann gæti greint frá sinni afstöðu á sínum eigin forsendum. Þá rifjaði Bjarni upp þegar Landsdómur var stofnaður eftir hrun. „Mér er hugsað til þess að þegar við ákváðum að koma á fót Landsdómi á sínum tíma sprettur það upp úr ákveðnu vantrausti milli þings og stjórnarráðsins. Þingið heimtar að hafa aðkomu að málinu,“ sagði Bjarni. Nú lægi fyrir að samkvæmt dómi MDE hefði Alþingi klúðrað málunum. Gagnrýni á hendur dómstólnum Þá væri mikilvægt að velta upp spurningunni hvort Ísland hefði framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Hann haldi ekki. Eitt stóra álitaefnið yfir MDE væri hvar hann drægi mörkin í afskiptum af aðildarríkjum. „Við höfum ákveðið að skipa okkur í flokk með þjóðum sem vilja verja þau gildi sem eru skráð í mannréttindasáttmálann,“ sagði Bjarni. Ákvarðanir dómstólsins væru oft umdeildar. Bretar hefðu velta fyrir sér að segja sig frá dómstólnum. Þá hefðu Danir gagnrýnt dómstólinn sömuleiðis. Nú hljóti Íslendingar að spyrja sig hvort stigið hafi verið yfir línuna af Mannréttindadómstólnum. Mikilvægt sé með áfrýjun til Yfirréttarins að láta reyna á sjónarmiðin í minnihlutaáliti dómsins. „Ég er bara að segja að hér er mjög langt gengið í að hafa uppi lagatúlkun um atriði sem eru til lykta leidd af dómstólum innanlands,“ sagði Bjarni. Það hljóit að vekja upp spurningar hversu langt dómstóllinn sé í rétti að fara inn á það stig. Þetta sé grundvallarsspurning um hvar æðsta dómsvaldið á íslenskum lögum sé. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksnis segir tvo möguleika í stöðunni varðandi hvernig brugðist verði við brotthvarfi Sigríðar Á. Andersen úr stóli dómsmálaráðherra. Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Sigríður tilkynnti á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar til tímabundið á meðan dómur Mannréttindadómstólsins er til skoðunar. Bjarni ræddi við blaðamenn í þinghúsinu í dag þar sem hann útskýrði að þau Sigríður hefðu setið saman og metið stöðuna. „Metið þörfina til að gera það sem við getum og í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu,“ sagði Bjarni. „Sigríður stígur þetta skref sem mér finnst mjög virðingavert,“ sagði fjármálaráðherra og minnti á að hann hefði staðið með Sigríði á hverju stigi málsins. Kom Bjarna í opna skjöldu Dómurinn hefði komið honum í opna skjöldu. Tveir af sjö dómurum hefðu þó skilað sérákvæði. Hann væri ánægður að ráðherrar í ríkisstjórninni væru sammála um að tilefni væri til að láta reyna á niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hjá Yfirrétti dómsins. Óvíst væri þó hvort það fengist samþykkt, þ.e. að rétturinn tæki málið fyrir og þá er ekki ljóst hve langan tíma það taki. Bjarni lagði áherslu á að flokkarnir í ríkisstjórninni hefðu mjög mikla trú á samstarfinu. „Það eru mörg verkefni í deiglunni sem við viljum standa vörð um. Þegar við setjumst niður erum við fyrst og fremst að hugsa um að fá frið til að leiða vandasöm verkefni til lykta.“ Sigríður hefði tekið ákvörðunina algjörlega á eigin forsendum. Það sé skilningur þeirra beggja, sameiginlegur, að ákvörðunin sé til að skapa vinnufrið. Enginn útilokaði þátttöku hennar í ríkisstjórninni þegar óvissunni vegna dómsins hefði verið eytt. Ekki liggur fyrir hver sest í stól dómsmálaráðherra. Sér fyrir sér ráðherra úr þingflokknum „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ Bjarni segir að sér hafi fundist mjög mikilvægt að ráðherrann gæti greint frá sinni afstöðu á sínum eigin forsendum. Þá rifjaði Bjarni upp þegar Landsdómur var stofnaður eftir hrun. „Mér er hugsað til þess að þegar við ákváðum að koma á fót Landsdómi á sínum tíma sprettur það upp úr ákveðnu vantrausti milli þings og stjórnarráðsins. Þingið heimtar að hafa aðkomu að málinu,“ sagði Bjarni. Nú lægi fyrir að samkvæmt dómi MDE hefði Alþingi klúðrað málunum. Gagnrýni á hendur dómstólnum Þá væri mikilvægt að velta upp spurningunni hvort Ísland hefði framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Hann haldi ekki. Eitt stóra álitaefnið yfir MDE væri hvar hann drægi mörkin í afskiptum af aðildarríkjum. „Við höfum ákveðið að skipa okkur í flokk með þjóðum sem vilja verja þau gildi sem eru skráð í mannréttindasáttmálann,“ sagði Bjarni. Ákvarðanir dómstólsins væru oft umdeildar. Bretar hefðu velta fyrir sér að segja sig frá dómstólnum. Þá hefðu Danir gagnrýnt dómstólinn sömuleiðis. Nú hljóti Íslendingar að spyrja sig hvort stigið hafi verið yfir línuna af Mannréttindadómstólnum. Mikilvægt sé með áfrýjun til Yfirréttarins að láta reyna á sjónarmiðin í minnihlutaáliti dómsins. „Ég er bara að segja að hér er mjög langt gengið í að hafa uppi lagatúlkun um atriði sem eru til lykta leidd af dómstólum innanlands,“ sagði Bjarni. Það hljóit að vekja upp spurningar hversu langt dómstóllinn sé í rétti að fara inn á það stig. Þetta sé grundvallarsspurning um hvar æðsta dómsvaldið á íslenskum lögum sé.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira