Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu

Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auglýsingaskyldu um sendiherrastöður

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.

Innlent
Fréttamynd

Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn

Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021. Tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins fær þrjá aðstoðarmenn á næstunni en þingmennirnir sem reknir voru úr flokknum fá enga aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Alþingismenn komnir í jólafrí

Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag

Innlent
Fréttamynd

Aukið gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka

Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök.

Innlent
Fréttamynd

Hrun hjá Miðflokknum

Fylgi Miðflokksins hrynur í nýrri könnun MMR og Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur, með stuðning rúmlega 22 prósenta landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts

Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru

Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck.

Innlent