Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:39 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra kveðst vona að Ísland komist af gráum peningaþvættislista í október. Það er nokkuð seinna en vonast var til í fyrstu. Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. Ísland var í október sett á gráan lista FATF-hópsins svokallaða, yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi í gær. „Við erum á leiðinni inn á fund í febrúar þar sem fyrsta úttekt fer fram eftir að við vorum grálistuð. Við erum auðvitað á fullu að vinna við þær athugasemdir sem gerðar voru, þær þrjár sem útaf stóðu þegar við erum sett á þennan gráa lista,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Hún segir áhrifin af veru Íslands á gráa listanum hafa verið óveruleg til þessa. „Þetta hefur ekki haft miklar afleiðingar fyrir okkur. Þær upplýsingar hafa komið núna frá Seðlabanka Íslands meðal annars, að þetta hefur ekki haft mikil áhrif sem betur fer hér á landi,“ segir Áslaug. Óveruleg áhrif enn sem komið er Í tilkynningu sem barst frá Seðlabanka Íslands í dag kemur fram að ákvörðun FATF um að setja Ísland á gráan lista hafi enn sem komið er ekki hafa áhrif á starfsemi vátryggingafélaga, lífeyrissjóða, Kauphallarinnar og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Fréttir hafa þó borist af því að til að mynda hafi erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna grálistunarinnar, líkt og Fréttablaðið greindi frá í nóvember. „Enn eru auðvitað ýmis verk fyrir höndum en við vorum að fá fyrstu niðurstöðu frá hópnum sem er jákvæður og segir þetta ganga vel að komast út úr þessum þremur atriðum sem útaf stóðu,“ segir Áslaug. FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári. Það er í febrúar, í júní og í október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Það hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, áður sagt óraunhæfar væntingar. Hún er framsögumaður frumkvæðisathugunar nefndarinnar sem stendur yfir vegna málsins. Áður fór Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir málinu í nefndinni en hann situr ekki lengur í nefndinni eftir að breytingar voru gerðar á nefndaskipan eftir að Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna. Samherjamálið hafi ekki áhrif „Það eru þarna kerfi sem að þurfa að taka gildi og við munum ekki klára fyrr en um mánaðamótin kannski apríl maí eins og nýtt peningaþvættiskerfi fyrir lögregluna sem tekur bara tíma í innleiðingu. Þannig að ég bind vonir við það að það verði hægt að fara í vettvangsathugun hér í júní og síðan taka okkur af listanum í lok árs á fundinum í október,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Samherjamálið ekki hafa áhrif á veru Íslands á listanum. „Það er verið að tala um hvernig kerfið okkar er byggt upp, hvaða reglur vantar, hvaða umgjörð og annað slíkt,“ segir Áslaug. Fyrst og fremst sé verið að bregðast við því. „Það er ekkert annað sem mun hafa áhrif á það. En í því máli sem þú nefnir þá virðist það nú af þeim myndum og þáttum sem maður hefur séð um það, að það eigi sér stað annars staðar en á Íslandi,“ segir Áslaug. Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Dómsmálaráðherra kveðst vona að Ísland komist af gráum peningaþvættislista í október. Það er nokkuð seinna en vonast var til í fyrstu. Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. Ísland var í október sett á gráan lista FATF-hópsins svokallaða, yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi í gær. „Við erum á leiðinni inn á fund í febrúar þar sem fyrsta úttekt fer fram eftir að við vorum grálistuð. Við erum auðvitað á fullu að vinna við þær athugasemdir sem gerðar voru, þær þrjár sem útaf stóðu þegar við erum sett á þennan gráa lista,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Hún segir áhrifin af veru Íslands á gráa listanum hafa verið óveruleg til þessa. „Þetta hefur ekki haft miklar afleiðingar fyrir okkur. Þær upplýsingar hafa komið núna frá Seðlabanka Íslands meðal annars, að þetta hefur ekki haft mikil áhrif sem betur fer hér á landi,“ segir Áslaug. Óveruleg áhrif enn sem komið er Í tilkynningu sem barst frá Seðlabanka Íslands í dag kemur fram að ákvörðun FATF um að setja Ísland á gráan lista hafi enn sem komið er ekki hafa áhrif á starfsemi vátryggingafélaga, lífeyrissjóða, Kauphallarinnar og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Fréttir hafa þó borist af því að til að mynda hafi erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna grálistunarinnar, líkt og Fréttablaðið greindi frá í nóvember. „Enn eru auðvitað ýmis verk fyrir höndum en við vorum að fá fyrstu niðurstöðu frá hópnum sem er jákvæður og segir þetta ganga vel að komast út úr þessum þremur atriðum sem útaf stóðu,“ segir Áslaug. FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári. Það er í febrúar, í júní og í október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Það hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, áður sagt óraunhæfar væntingar. Hún er framsögumaður frumkvæðisathugunar nefndarinnar sem stendur yfir vegna málsins. Áður fór Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir málinu í nefndinni en hann situr ekki lengur í nefndinni eftir að breytingar voru gerðar á nefndaskipan eftir að Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna. Samherjamálið hafi ekki áhrif „Það eru þarna kerfi sem að þurfa að taka gildi og við munum ekki klára fyrr en um mánaðamótin kannski apríl maí eins og nýtt peningaþvættiskerfi fyrir lögregluna sem tekur bara tíma í innleiðingu. Þannig að ég bind vonir við það að það verði hægt að fara í vettvangsathugun hér í júní og síðan taka okkur af listanum í lok árs á fundinum í október,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Samherjamálið ekki hafa áhrif á veru Íslands á listanum. „Það er verið að tala um hvernig kerfið okkar er byggt upp, hvaða reglur vantar, hvaða umgjörð og annað slíkt,“ segir Áslaug. Fyrst og fremst sé verið að bregðast við því. „Það er ekkert annað sem mun hafa áhrif á það. En í því máli sem þú nefnir þá virðist það nú af þeim myndum og þáttum sem maður hefur séð um það, að það eigi sér stað annars staðar en á Íslandi,“ segir Áslaug.
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira