Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verði tryggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:59 Flateyri við Önundarfjörð. Vísir/Egill Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira