Vilja skoða niðurgreiðslu flugferða ungs fólks milli Íslands, Grænlands og Færeyja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“ Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“
Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira