Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. Innlent 28. mars 2019 11:53
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Innlent 28. mars 2019 10:49
Bein áhrif á 2700 farþega Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, áætlar að fall WOW hafi áhrif á um 2700 farþega. Innlent 28. mars 2019 10:46
Framtíðarþjófnaður Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Skoðun 28. mars 2019 07:00
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. Innlent 27. mars 2019 20:25
Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Innlent 27. mars 2019 17:58
Baldvin harmar framgöngu sína á göngum þingsins Baldvin Þorsteinsson segist hafa komist óheppilega að orði við Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Innlent 27. mars 2019 16:46
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Innlent 27. mars 2019 12:16
Aukin upplýsingaskylda lögð á herðar Alþingis og dómstóla Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp um breytingar á upplýsingalögum. Innlent 27. mars 2019 12:15
Sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna WOW air fæst ekki afhent Sviðsmyndagreining sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann fyrir ráðherranefnd vegna stöðu WOW air og hvaða áhrif það gæti haft á efnahagslífið ef fyrirtækið fer í gjaldþrot fæst ekki afhent. Innlent 27. mars 2019 12:00
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. Viðskipti innlent 27. mars 2019 11:42
Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. Viðskipti innlent 27. mars 2019 10:00
„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. Innlent 27. mars 2019 08:34
Bein útsending: Seðlabankastjóri kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Opinn fundur hefst klukkan 9 í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem á dagskrá verða lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Innlent 27. mars 2019 08:30
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. Innlent 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. Innlent 26. mars 2019 19:41
Bjarni segir ríkissjóð með stuðpúða gegn áföllum Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Innlent 26. mars 2019 19:00
Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Innlent 26. mars 2019 14:11
Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Innlent 26. mars 2019 10:34
Alþingi notaði 539.500 pappírsblöð á síðasta ári Alls voru 539.500 pappírsblöð notuð á Alþingi á síðasta ári að því er fram kemur í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hversu mikill pappír er notaður á Alþingi. Innlent 25. mars 2019 22:04
Varð fyrir vonbrigðum með ákvörðun SÁÁ að loka göngudeildinni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Innlent 25. mars 2019 17:31
Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. Innlent 25. mars 2019 11:13
"Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. Innlent 25. mars 2019 09:53
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. Innlent 25. mars 2019 09:30
Ljótur leikur Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Skoðun 25. mars 2019 07:00
Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Innlent 24. mars 2019 13:00
„Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. Innlent 24. mars 2019 13:00
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Innlent 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. Innlent 23. mars 2019 13:29
Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Innlent 23. mars 2019 12:45