Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 12:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“ Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“
Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent