Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir laun æðstu embættismanna fylgja almennri launaþróun stöð 2 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag. Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag.
Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00