Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2020 21:00 Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira