Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Mikil vinna í vændum á þingi

Samgönguráðherra kynnti umfangsmikla jarðgangagerð í endurskoðaðri samgönguáætlun. Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir margt að athuga. Titringur er vegna málsins í stjórnarflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

80 prósent verða fyrir ofbeldi

Um 80 prósent kvenna á Alþingi verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri könnun. Hlutfallið er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Sinnulítil gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum

Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.

Innlent
Fréttamynd

Orð, efndir og aftur­hald

Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylkingar nánast jafnt

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru stærstu flokkarnir samkvæmt nýrri könnun en mjög dregur saman með þeim. Fjórir flokkar koma í hnapp þar á eftir. Framsókn virðist ekki ætla að ná vopnum sínum. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú rúmum 13 prósentustigum undir kjörfylgi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið fái ekki magn­af­slátt af bótum vegna lengdar frelsis­sviptingar

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann segir að ríkið njóti ekki „magnafsláttar“ þegar kemur að bótum vegna lengdar frelsissviptingar.

Innlent