Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2021 20:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson fordæmir allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinir að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes. Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes.
Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27
VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49
Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent