Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður Sunna Sæmundsdóttir og skrifa 2. febrúar 2021 18:05 Í tilraunaskyni verða breytingar gerðar á skipulagi þingfunda fram að páskum, er miða að því að innleiða styttingu vinnuvikunnar. vísir/Vilhelm Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag. Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís. Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís.
Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira