„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“ Innlent 14. apríl 2021 23:46
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. Viðskipti innlent 14. apríl 2021 15:08
Landsmenn eigi að ferðast í svefnherberginu í sumar Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar. Innlent 14. apríl 2021 13:29
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. Innlent 14. apríl 2021 13:11
Bjarni segist ekki þurfa leyfi til að leggja fram frumvörp Fjármálaráðherra segist ekki þurfa leyfi frá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvörp en hún hefur gagnrýnt frumvarp hans um lífeyrissjóði. Það gangi á lífeyrisrétt yngsta fólksins og hafi verið lagt fram án samráðs. Innlent 13. apríl 2021 20:31
Þingkona í ræktinni hjá systur sinni Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska. Innlent 12. apríl 2021 21:56
Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir. Innlent 12. apríl 2021 16:09
Áslaug: Spurningar vöknuðu eftir ríkisstjórnarfund Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir spurningar hafa vaknað um lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús eftir að hún var kynnt á ríkisstjórnarfundi 30. mars. Innlent 12. apríl 2021 15:50
Maður minnisblaðanna, Covid og pólitík í Víglínunni Fárra minnisblaða er beðið með annarri eins eftirvæntingu og minnisblaða Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við hann og formanna og varaformann velferðarnefndar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Innlent 11. apríl 2021 16:31
Uppvakningar á Alþingi Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Skoðun 10. apríl 2021 09:00
Brynjar telur heift og reiði Kára langt yfir markið Brynjar Níelsson alþingismaður svarar Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í pistli á Facebook-síðu sinni eftir að sá síðarnefndi hafði farið fremur ófögrum orðum um þingmanninn. Brynjar segist hafa gaman að hrokafullum mönnum en nú hafi Kári farið vel yfir strikið. Innlent 9. apríl 2021 11:43
Sama hvaðan gott kemur? Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Skoðun 9. apríl 2021 10:02
Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. Innlent 9. apríl 2021 09:06
Ráðherra hleypur apríl Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Skoðun 9. apríl 2021 07:31
„Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. Innlent 9. apríl 2021 07:15
Opið bréf til Kára Stefánssonar Kæri Kári! Í tilefni af Kastljósviðtali við þig í gærkvöldi fann ég hjá mér einlæga löngun til að skrifa þér bréf. Skoðun 9. apríl 2021 07:00
Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. Innlent 8. apríl 2021 21:48
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. Innlent 8. apríl 2021 19:20
Svandís útilokar ekki breytingu á lögum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum sem tekur gildi á miðnætti. Nú er ekki skylda að fara á sóttkvíarhótel ef maður getur uppfyllt nauðsynleg skilyrði heimasóttkvíar, svo sem um að enginn annar sé til dvalar í sama húsnæði. Innlent 8. apríl 2021 16:54
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Innlent 8. apríl 2021 16:07
Ekkert við ferð Brynjars að gera Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ Innlent 8. apríl 2021 15:47
Sleggjan á sóttkvíarhótelinu Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Skoðun 8. apríl 2021 14:32
Halldóra vill ekki taka við gögnum um sóttvarnaaðgerðir með trúnaðarskyldu Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna. Innlent 8. apríl 2021 11:19
Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. Innlent 8. apríl 2021 11:03
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Innlent 7. apríl 2021 14:41
Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. Innlent 7. apríl 2021 12:24
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. Innlent 6. apríl 2021 18:36
„Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. Innlent 6. apríl 2021 15:36
Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. Lífið 6. apríl 2021 14:44
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. Innlent 6. apríl 2021 14:18