„Við verðum að grípa í taumana“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 12. október 2022 22:23 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan. Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan.
Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33
Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30