Neyðaróp frá Staðlaráði: „Staðlar eru ekkert grín“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 16:15 Helga Sigrún Harðardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Hún skefur ekki utan af því í umsögn um fjárlög ársins 2023. Staðlaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Þar er lögð áhersla á inngrip fjárlaganefndar til að forða því að ráðið verði eyðilagt. Þess er krafist að Staðlaráð njóti 0,007% af gjaldstofni tryggingargjalds líkt og um hafi verið samið. Í umsögninni kemur hins vegar fram að ríkið hafi svikið gefin loforð og haldið eftir fjárhæð sem nemi nú 420 milljónum. „Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda