Fundarefnið er kynning Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á skýrslu nefndarinnar. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri.
Peningastefnunefnd bankans ákvað fyrir tæpum tveimur vikum að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Eru þeir nú 5,75 prósent og hafa þeir hækkað nokkuð skarpt á rúmu ári. Á fundi þar sem ákvörðun bankans var kynnt sagði Seðlabankastjóri að mögulegt að stýrivaxtahækkunarferli bankans væri lokið.
Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.