Þúsundþjalasmiðir í jaðri Villingaholts
Í gamla Villingaholtshreppi búa handalagnir Flóamenn sem sýsla við annað en búskap. Bræðurnir og þúsundþjalasmiðirnir Albert og Ólafur í Forsæti smíða eigin flugvélar og listakonan Sigga á Grund sker út mögnuð listaverk. Nemendafjöldinn í Flóaskóla endurspeglar kraftmikið mannlíf í þessari sunnlensku sveit.