Sunnudagsmessan: Leikmenn deildarinnar þola ekki Nani

Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær var farið yfir leiki helgarinnar samkvæmt venju. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu um hvaða leikmenn eru tilnefndir sem leikmenn ársins af leikmannasamtökum ensku úrvalsdeildarinnar. Hjörvar er á þeirri skoðun að Gareth Bale leikmaður Tottenham eigi ekki að vera á þessum lista og hann saknar þess að Nani leikmaður Manchester United sé ekki á listanum. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fotbolti.net var gestur þáttarins og telur hann að það sé ljóst að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þoli ekki Nani leikmann Man Utd og hann benti einnig á að kosningin fer fram í febrúar.

18929
04:40

Vinsælt í flokknum Messan