Ísland í dag - Gat ekki hreyft sig og heyrði lífið líða hjá
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarrektor skólans. Hún var í fantaformi, naut lífsins með sínum nánustu og á framabraut þegar hún veiktist af Covid fyrir fimm árum og allt breyttist. Hún er enn að glíma við langvinn einkenni Covid og á tímabili óttaðist hún um líf sitt út af veikindunum. Ísland í dag heimsótti Steinunni og fékk að heyra hennar sögu sem er í einu orði sagt sláandi.