Sunnudagsmessan: Gummi Ben fór hamförum í lokaumferðinni

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni 2011-2012 fer í sögubækurnar þar sem að Manchester City fagnaði meistaratitlinum með ótrúlegum lokakafla á heimavelli gegn QPR. Farið var yfir gang mála í leikjum Man City og Manchester United í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport þar sem að öll helstu atvikin voru klippt saman í tímaröð. Innslagið er stórskemmtilegt og þar má m.a. heyra skammarræðuna sem íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hélt þegar Joey Barton leikmaður QPR fékk rautt spjald fyrir ótrúlega hegðun í leiknum gegn Man City.

27853
11:29

Vinsælt í flokknum Messan