Reisa sandkastala með arkitektum
Hin árlega sandkastalakeppni í San Francisco fór fram í fertugasta og þriðja skipti um helgina. Í keppninni vinna þúsundir grunnskólakrakka á miðstigi með fjölda fólks frá stærstu arkitekta- og hönnunarstofum borgarinnar við að reisa sem flottastan sandkastala.