Sex handteknir vegna samkeppnislagabrota

Sex voru handteknir og færðir til yfirheyrslu eftir aðgerðir embættis héraðssaksóknara vegna meintra samkeppnislagabrota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Terra og Kubbur og voru húsleitir gerðar á níu stöðum samkvæmt heimildum fréttastofu. Þrjátíu manns frá embætti héraðssaksóknara, Samkeppniseftirlitinu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðunum.

848
00:55

Vinsælt í flokknum Fréttir