Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2026 20:14 Stephen Miller er mjög áhrifamikill ráðgjafi Donalds Trump. Hann fór mikinn í viðtölum eftir að hjúkrunarfræðingurinn Alex Pretti var skotinn til bana af landamæravörðum og kallaði hann meðal annars hryðjuverkamann og launmorðingja. Nú segir Miller að landamæraverðirnir hafi mögulega ekki fylgt verkreglum. AP/Mark Schiefelbein Mennirnir tveir sem skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögum hafa verið sendir í leyfi, eins og iðulega er gert þegar löggæsluaðilar skjóta fólk. Einn nánasti og áhrifamesti ráðgjafi Donalds Trump segir að mennirnir og aðrir útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafi mögulega ekki fylgt starfsreglum. Óljóst er hvort gripið verður til sambærilegra aðgerða varðandi aðra útsendara heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna (DHS) sem komu að atvikinu þegar Pretti var skotinn. New York Times hefur eftir embættismanni í ráðuneytinu að mennirnir hafi strax verið settir í leyfi en það er þvert á ummæli Greg Bovino, háttsetts embættismanns í Landamæraeftirliti Bandaríkjanna (CBP), sem stýrði aðgerðum alríkisins í Minnesota. Hann sagði mennina eingöngu hafa verið færða í starfi. Ekki er búið að opinbera hverjir mennirnir eru en þeir starfa hjá CBP. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur stofnunin sent bráðabirgðaskýrslu um skotárásina til þingsins en þar segir að á laugardaginn hafi tvær konur verið að mótmæla störfum alríkisútsendara í Minneapolis. Einn þeirra hafi beðið þær um að færa sig en þegar þær neituðu hafi hann ýtt við þeim. Ein kvennanna hljóp til Pretti og segir í skýrslunni að útsendarinn hafi beitt piparúða til að reyna að færa þau af götunni. Þá munu útsendarar CBP hafa ætlað að handtaka Pretti og er hann sagður hafa streist á móti handtöku. Í átökunum kallaði einn útsendaranna að Pretti væri með byssu og í kjölfarið skutu tveir útsendarar CBP Pretti ítrekað þar sem hann lá í götunni. Í skýrslunni segir einnig, samkvæmt WSJ, að eftir skothríðina hafi einn útsendari sagt að hann hefði tekið byssuna af Pretti. Á myndböndum sést skýrt að byssan var í hulstri á mjöðm Pretti og að hún var fjarlægð þaðan, áður en fyrsta skotinu var hleypt af. Sérfræðingar gagnrýnir Sérfræðingar sem blaðamenn hafa rætt við, og þar á meðal starfandi yfirmenn hjá CBP, hafa gagnrýnt aðfarir útsendaranna þegar Pretti var skotinn til bana. Þeir hafi ekki fylgt þjálfun og viðmiðum. Gagnrýnin hefur meðal annars snúið að því að útsendarar CBP hafi gert litlar tilraunir til að draga úr spennu og óþarfi hafi verið að hrinda konunum. Ef þær hefðu ekki verið að brjóta lög við mótmælin hefði átt að hunsa þær en annars handtaka. Þegar einni konu var hrint í jörðina steig Pretti á milli hennar og útsendarans sem ýtti henni og byrjaði hann þá samstundis að sprauta táragasi í andlit hjúkrunarfræðingsins. Aðrir komu þá askvaðandi og rifu hann í jörðina og var hann meðal annars ítrekað barinn, að virðist, í höfuðið. Ekkert bendir til þess að ICE-liðar hafi sagt Pretti að hann væri handtekinn eða gefið honum nokkurt svigrúm til að bregðast við einhverjum skipunum, ef þær voru yfir höfuð gefnar. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post sagðist ekki sjá nokkra ástæðu til þess að ICE-liðarnir hefðu farið í átök við Pretti. Þá segir annar að það að svo margir menn hafi ekki strax yfirbugað Pretti bendi til þess að þjálfun þeirra sé ekki nægjanlega góð. Á meðan þessi átök stóðu yfir virðist sem að einn ICE-liðanna hafi tekið eftir því að Pretti var með byssu, sem hann hafði leyfi fyrir, og heyrðist einhver kalla að byssa væri í spilinu. Á sama tíma kom útsendari og tók byssuna af Pretti. Hann sagði þó samstarfsmönnum sínum ekki frá því að byssan væri örugg og var Pretti skotinn rétt eftir að hinn maðurinn tók byssuna. Rannsaka sig sjálfir og standa í vegi annarra Strax eftir að Pretti var skotinn til bana lýstu forsvarsmenn DHS og aðrir embættismenn því yfir að alríkisútsendarar hefðu óttast um líf sitt eftir að maður vopnaður skammbyssu nálgaðist þá en streittist á móti þegar reynt var að afvopna hann. Kristi Noem, heimavarnaráðherra, og fleiri staðhæfðu að Pretti hefði ætlað sér að myrða alríkisútsendara. Myndbönd sýna þó klárlega að Pretti mundaði aldrei byssu sína, sem hann hafði leyfi fyrir og mátti bera, og ógnaði ekki útsendurunum. Sjá einnig: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Dauði Pretti hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla og hafa aðgerðir útsendara DHS í Minnesota verið gagnrýndar mjög af bæði Demókrötum og Repúblikönum. Þingmenn beggja flokka hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn og eftir því að Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stígi til hliðar. Sjá einnig: Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Ráðuneytið er sjálft að rannsaka atvikið en saksóknarar og lögreglumenn í Minnesota hafa kvartað yfir því að ráðuneytið hafi staðið í vegi rannsókna þeirra. Alríkisdómari gaf á sunnudaginn út skipun um að starfsmenn DHS mættu ekki eyða eða breyta sönnunargögnum á vettvangi. Óljóst er hvað DHS er að rannsaka þegar kemur að dauða Pretti en eftir því sem blaðamenn vestanhafs hafa komist að, þá er ekki verið að rannsaka hvort brotið hafi verið á réttindum hans, að svo stöddu. Embættismenn í Minnesota segja að yfirvöld þar ætli að gera sína eigin rannsókn á dauða Pretti. Miller bendir á Landamæraeftirlitið Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sendi í dag út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Hvíta húsið hefði veitt heimavarnaráðuneytinu skýrar leiðbeiningar um það hvernig bregðast ætti við mótmælendum og hvernig ætti að handtaka þá. Verið sé að skoða af hverju útsendarar CBP fylgdu ekki þeim leiðbeiningum þegar Pretti var skotinn, eins og fram kemur í frétt New York Times um yfirlýsinguna. Í kjölfar dauða Pretti var Miller einn þeirra embættismanna sem sökuðu hann um að ætla sér að myrða alríkisútsendara. Hann lýsti hjúkrunarfræðingnum sem hryðjuverkamanni og launmorðingja, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Trump hefur sagt að hann vilji draga úr spennunni í Minnesota. Enn sem komið er virðist þó sem hann hafi ekki gefið neinar skipanir þar að lútandi. Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Trumps, hefur tekið yfir stjórn aðgerðanna í Minnesota en hann hefur krafist þess að leiðtogar ríkisins afhendi útsendurum DHS alla þá sem sitja í fangelsum ríkisins og dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Í staðinn gæti útsendurum í ríkinu verið fækkað, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, segist hafa gert Homan ljóst að embættismenn hans myndu ekki starfa með heimavarnaráðuneytinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Óljóst er hvort gripið verður til sambærilegra aðgerða varðandi aðra útsendara heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna (DHS) sem komu að atvikinu þegar Pretti var skotinn. New York Times hefur eftir embættismanni í ráðuneytinu að mennirnir hafi strax verið settir í leyfi en það er þvert á ummæli Greg Bovino, háttsetts embættismanns í Landamæraeftirliti Bandaríkjanna (CBP), sem stýrði aðgerðum alríkisins í Minnesota. Hann sagði mennina eingöngu hafa verið færða í starfi. Ekki er búið að opinbera hverjir mennirnir eru en þeir starfa hjá CBP. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur stofnunin sent bráðabirgðaskýrslu um skotárásina til þingsins en þar segir að á laugardaginn hafi tvær konur verið að mótmæla störfum alríkisútsendara í Minneapolis. Einn þeirra hafi beðið þær um að færa sig en þegar þær neituðu hafi hann ýtt við þeim. Ein kvennanna hljóp til Pretti og segir í skýrslunni að útsendarinn hafi beitt piparúða til að reyna að færa þau af götunni. Þá munu útsendarar CBP hafa ætlað að handtaka Pretti og er hann sagður hafa streist á móti handtöku. Í átökunum kallaði einn útsendaranna að Pretti væri með byssu og í kjölfarið skutu tveir útsendarar CBP Pretti ítrekað þar sem hann lá í götunni. Í skýrslunni segir einnig, samkvæmt WSJ, að eftir skothríðina hafi einn útsendari sagt að hann hefði tekið byssuna af Pretti. Á myndböndum sést skýrt að byssan var í hulstri á mjöðm Pretti og að hún var fjarlægð þaðan, áður en fyrsta skotinu var hleypt af. Sérfræðingar gagnrýnir Sérfræðingar sem blaðamenn hafa rætt við, og þar á meðal starfandi yfirmenn hjá CBP, hafa gagnrýnt aðfarir útsendaranna þegar Pretti var skotinn til bana. Þeir hafi ekki fylgt þjálfun og viðmiðum. Gagnrýnin hefur meðal annars snúið að því að útsendarar CBP hafi gert litlar tilraunir til að draga úr spennu og óþarfi hafi verið að hrinda konunum. Ef þær hefðu ekki verið að brjóta lög við mótmælin hefði átt að hunsa þær en annars handtaka. Þegar einni konu var hrint í jörðina steig Pretti á milli hennar og útsendarans sem ýtti henni og byrjaði hann þá samstundis að sprauta táragasi í andlit hjúkrunarfræðingsins. Aðrir komu þá askvaðandi og rifu hann í jörðina og var hann meðal annars ítrekað barinn, að virðist, í höfuðið. Ekkert bendir til þess að ICE-liðar hafi sagt Pretti að hann væri handtekinn eða gefið honum nokkurt svigrúm til að bregðast við einhverjum skipunum, ef þær voru yfir höfuð gefnar. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post sagðist ekki sjá nokkra ástæðu til þess að ICE-liðarnir hefðu farið í átök við Pretti. Þá segir annar að það að svo margir menn hafi ekki strax yfirbugað Pretti bendi til þess að þjálfun þeirra sé ekki nægjanlega góð. Á meðan þessi átök stóðu yfir virðist sem að einn ICE-liðanna hafi tekið eftir því að Pretti var með byssu, sem hann hafði leyfi fyrir, og heyrðist einhver kalla að byssa væri í spilinu. Á sama tíma kom útsendari og tók byssuna af Pretti. Hann sagði þó samstarfsmönnum sínum ekki frá því að byssan væri örugg og var Pretti skotinn rétt eftir að hinn maðurinn tók byssuna. Rannsaka sig sjálfir og standa í vegi annarra Strax eftir að Pretti var skotinn til bana lýstu forsvarsmenn DHS og aðrir embættismenn því yfir að alríkisútsendarar hefðu óttast um líf sitt eftir að maður vopnaður skammbyssu nálgaðist þá en streittist á móti þegar reynt var að afvopna hann. Kristi Noem, heimavarnaráðherra, og fleiri staðhæfðu að Pretti hefði ætlað sér að myrða alríkisútsendara. Myndbönd sýna þó klárlega að Pretti mundaði aldrei byssu sína, sem hann hafði leyfi fyrir og mátti bera, og ógnaði ekki útsendurunum. Sjá einnig: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Dauði Pretti hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla og hafa aðgerðir útsendara DHS í Minnesota verið gagnrýndar mjög af bæði Demókrötum og Repúblikönum. Þingmenn beggja flokka hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn og eftir því að Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stígi til hliðar. Sjá einnig: Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Ráðuneytið er sjálft að rannsaka atvikið en saksóknarar og lögreglumenn í Minnesota hafa kvartað yfir því að ráðuneytið hafi staðið í vegi rannsókna þeirra. Alríkisdómari gaf á sunnudaginn út skipun um að starfsmenn DHS mættu ekki eyða eða breyta sönnunargögnum á vettvangi. Óljóst er hvað DHS er að rannsaka þegar kemur að dauða Pretti en eftir því sem blaðamenn vestanhafs hafa komist að, þá er ekki verið að rannsaka hvort brotið hafi verið á réttindum hans, að svo stöddu. Embættismenn í Minnesota segja að yfirvöld þar ætli að gera sína eigin rannsókn á dauða Pretti. Miller bendir á Landamæraeftirlitið Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sendi í dag út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Hvíta húsið hefði veitt heimavarnaráðuneytinu skýrar leiðbeiningar um það hvernig bregðast ætti við mótmælendum og hvernig ætti að handtaka þá. Verið sé að skoða af hverju útsendarar CBP fylgdu ekki þeim leiðbeiningum þegar Pretti var skotinn, eins og fram kemur í frétt New York Times um yfirlýsinguna. Í kjölfar dauða Pretti var Miller einn þeirra embættismanna sem sökuðu hann um að ætla sér að myrða alríkisútsendara. Hann lýsti hjúkrunarfræðingnum sem hryðjuverkamanni og launmorðingja, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Trump hefur sagt að hann vilji draga úr spennunni í Minnesota. Enn sem komið er virðist þó sem hann hafi ekki gefið neinar skipanir þar að lútandi. Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Trumps, hefur tekið yfir stjórn aðgerðanna í Minnesota en hann hefur krafist þess að leiðtogar ríkisins afhendi útsendurum DHS alla þá sem sitja í fangelsum ríkisins og dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Í staðinn gæti útsendurum í ríkinu verið fækkað, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, segist hafa gert Homan ljóst að embættismenn hans myndu ekki starfa með heimavarnaráðuneytinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira