Skotárásir í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Drap 81 dýr á þremur tímum

Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra.

Erlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn hundrað lög­reglu­þjónum vegna á­rásarinnar í Uvalde

Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu­þjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann

Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr.

Erlent
Fréttamynd

For­eldrar skotárásarmanns dæmdir í fangelsi

Foreldrar drengs sem framdi skotárás í skóla í Michican árið 2021 hafa verið dæmd í tíu til fimmtán ára langt fangelsi fyrir aðild sína að málinu og fengu þau dóma fyrir manndráp af gáleysi.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæðar skotárásir í Banda­ríkjunum

Þó nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og einn sjúkraflutningamaður hafa verið skotnir til bana í tveimur mismunandi atvikum, auk þess sem ein kona lét lífið og fimm særðust eftir að rifrildi á Waffle House veitingastað varð að skotbardaga.

Erlent
Fréttamynd

Skaut átta til bana í Illinois

Byssumaður sem grunaður er um að hafa skotið átta til bana í borginni Joliet í Illinois í Bandaríkjunum í nótt er látinn eftir átök við lögreglu í Texas ríki, í tvöþúsund kílómetra fjarlægð.

Erlent
Fréttamynd

„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“

Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð

Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin.

Erlent
Fréttamynd

Fimm­tán skotnir í hrekkja­vöku­partíi

Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir í hrekkjavökupartíi í borginni Chicago í Bandaríkjunum í nótt. Tveir særðust alvarlega. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum en var handtekinn skammt frá vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Voru var­að­ir við hót­un­um byss­u­manns­ins

Lögregluembætti í Maine í Bandaríkjunum voru í síðasta mánuði vöruð við duldum hótunum Robert Card. Nokkrum vikum síðar framdi hann mannskæðustu skotárás ríkisins er hann skaut átján manns til bana og særði þrettán.

Erlent
Fréttamynd

Byssu­maðurinn í Maine fannst látinn

Robert Card, sem grunaður er um að hafa orðið átján að bana í skotárás í Maine í Bandaríkjunum á miðvikudag, fannst látinn í gær. Umfangsmikil leit að honum hafði staðið yfir í tvo daga.

Erlent
Fréttamynd

Leit að byssu­manni í Maine ekki enn borið árangur

Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær.  

Erlent