Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir skrifa 28. janúar 2026 10:45 Árið er 2026 og enn erum við að ræða aðgengi að háskólanámi á landsbyggðinni. Á Suðurlandi býr fjölbreyttur hópur fólks með metnað, hæfileika og vilja til náms, en of oft standa landfræðilegar hindranir í vegi fyrir því að fólk geti sótt sér háskólamenntun í staðnámi. Þetta vitum við og því hafa sveitarfélög og þekkingarsetur sett mikinn metnað í að byggja upp innviði sem taka við nemendum í fjarnámi, halda utan um prófaþjónustu og skapa rými fyrir samfélag nemenda. Engu að síður erum við enn að berjast við það að framboð á fjarnámi er af skornum skammti og því minni líkur á að sá fjölbreytti hópur sem býr á landsbyggðinni hafi hvatann til þess fara í nám enda beinist hugur landsbyggðarfólks ekki eingöngu að hjúkrun og kennaramenntun þó vissulega sé mikil þörf á vel menntuðu starfsfólki í þeim greinum en einnig á fjölmörgum öðrum sérsviðum háskólasamfélagsins. Suðurlandið, líkt og aðrir landshlutar hafa lengi kallað eftir því að fjarnám við Háskóla Íslands verði aukið og í raun ætti það að vera regla frekar en undantekning að bóknám sé í boði sem fjarnám svo tryggja megi jafnræði til náms, atvinnu og samfélagslegrar þátttöku óháð búsetu. Líkt og fjarvinna hefur fjarnám þegar sannað gildi sitt, ekki síst á landsbyggðinni. Með öflugum stafrænum lausnum og sterkum innviðum er hægt að stunda krefjandi háskólanám óháð búsetu. Á meðan tæknin leyfir okkur að starfa hvar sem er í heiminum, virðast margir íslenskir háskólar enn fastir í að menntun eigi aðeins heima innan veggja háskólasvæðanna. Það lýsir sér meðal annar í því að framboð háskólanáms í fjarnámi er enn of takmarkað og aðgengi að námsþjónustu og námsráðgjöf háskólanna nær engan veginn nægilega vel til nemenda utan höfuðborgarsvæðisins. Nauðsynlegt er að hefja markvisst samtal og samstarf við Háskóla Íslands, sem og aðra háskóla landsins um aukið framboð á fjarnámi. Slíkt samstarf þarf að snúast ekki aðeins um kennslu, heldur einnig um jafnt aðgengi að stuðningsþjónustu, svo sem námsráðgjöf en þar væri vel hægt að nýta þá innviði sem eru nú þegar á svæðunum, með þjónustusamningum enda allir sammála um að slík þjónusta ætti ekki að einskorðast við þá sem stunda staðnám. Háskólar landsins geta ekki lengur skýlt sér á bak við skort á aðstöðu, því líkt og áður var getið höfum við á Suðurlandi nú þegar byggt upp miðstöðvar þekkingar sem eru tilbúnar í slaginn. Dæmi um slíkar miðstöðvar eru hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Nýheimum á Höfn og Háskólafélagi Suðurlands sem sýnir að innviðirnir og metnaðurinn eru til staðar í okkar sveitarfélögum. Það eina sem vantar er að háskólasamfélagið og stofnanir þeirra sýni sama metnað og stígi inn í verkefnið með okkur. Með því er ekki aðeins verið að styðja einstaklinga til náms, heldur einnig að fjárfesta í mannauði svæðisins til framtíðar. Aukið fjarnám og betri samvinna um stuðning fyrir háskólanema styrkir byggðir, dregur úr brottflutningi ungs fólks og eykur möguleika íbúa til að sameina nám, fjölskyldulíf og atvinnu. Fyrir Suðurland, sem býr yfir sterkum samfélögum og fjölbreyttu atvinnulífi, er þetta lykilatriði í sjálfbærri þróun. Menntun er ein öflugasta byggðastefna sem til er. Með sameiginlegu átaki ríkis, háskóla og sveitarfélaga getum við tryggt að Suðurland og landsbyggðin öll, sé svæði tækifæra – ekki aðeins fyrir þá sem flytja burt, heldur einnig fyrir þá sem kjósa að búa, starfa og mennta sig heima. Höfundar eru stjórnarmenn í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og formenn samfélagsnefndar SASS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Árið er 2026 og enn erum við að ræða aðgengi að háskólanámi á landsbyggðinni. Á Suðurlandi býr fjölbreyttur hópur fólks með metnað, hæfileika og vilja til náms, en of oft standa landfræðilegar hindranir í vegi fyrir því að fólk geti sótt sér háskólamenntun í staðnámi. Þetta vitum við og því hafa sveitarfélög og þekkingarsetur sett mikinn metnað í að byggja upp innviði sem taka við nemendum í fjarnámi, halda utan um prófaþjónustu og skapa rými fyrir samfélag nemenda. Engu að síður erum við enn að berjast við það að framboð á fjarnámi er af skornum skammti og því minni líkur á að sá fjölbreytti hópur sem býr á landsbyggðinni hafi hvatann til þess fara í nám enda beinist hugur landsbyggðarfólks ekki eingöngu að hjúkrun og kennaramenntun þó vissulega sé mikil þörf á vel menntuðu starfsfólki í þeim greinum en einnig á fjölmörgum öðrum sérsviðum háskólasamfélagsins. Suðurlandið, líkt og aðrir landshlutar hafa lengi kallað eftir því að fjarnám við Háskóla Íslands verði aukið og í raun ætti það að vera regla frekar en undantekning að bóknám sé í boði sem fjarnám svo tryggja megi jafnræði til náms, atvinnu og samfélagslegrar þátttöku óháð búsetu. Líkt og fjarvinna hefur fjarnám þegar sannað gildi sitt, ekki síst á landsbyggðinni. Með öflugum stafrænum lausnum og sterkum innviðum er hægt að stunda krefjandi háskólanám óháð búsetu. Á meðan tæknin leyfir okkur að starfa hvar sem er í heiminum, virðast margir íslenskir háskólar enn fastir í að menntun eigi aðeins heima innan veggja háskólasvæðanna. Það lýsir sér meðal annar í því að framboð háskólanáms í fjarnámi er enn of takmarkað og aðgengi að námsþjónustu og námsráðgjöf háskólanna nær engan veginn nægilega vel til nemenda utan höfuðborgarsvæðisins. Nauðsynlegt er að hefja markvisst samtal og samstarf við Háskóla Íslands, sem og aðra háskóla landsins um aukið framboð á fjarnámi. Slíkt samstarf þarf að snúast ekki aðeins um kennslu, heldur einnig um jafnt aðgengi að stuðningsþjónustu, svo sem námsráðgjöf en þar væri vel hægt að nýta þá innviði sem eru nú þegar á svæðunum, með þjónustusamningum enda allir sammála um að slík þjónusta ætti ekki að einskorðast við þá sem stunda staðnám. Háskólar landsins geta ekki lengur skýlt sér á bak við skort á aðstöðu, því líkt og áður var getið höfum við á Suðurlandi nú þegar byggt upp miðstöðvar þekkingar sem eru tilbúnar í slaginn. Dæmi um slíkar miðstöðvar eru hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Nýheimum á Höfn og Háskólafélagi Suðurlands sem sýnir að innviðirnir og metnaðurinn eru til staðar í okkar sveitarfélögum. Það eina sem vantar er að háskólasamfélagið og stofnanir þeirra sýni sama metnað og stígi inn í verkefnið með okkur. Með því er ekki aðeins verið að styðja einstaklinga til náms, heldur einnig að fjárfesta í mannauði svæðisins til framtíðar. Aukið fjarnám og betri samvinna um stuðning fyrir háskólanema styrkir byggðir, dregur úr brottflutningi ungs fólks og eykur möguleika íbúa til að sameina nám, fjölskyldulíf og atvinnu. Fyrir Suðurland, sem býr yfir sterkum samfélögum og fjölbreyttu atvinnulífi, er þetta lykilatriði í sjálfbærri þróun. Menntun er ein öflugasta byggðastefna sem til er. Með sameiginlegu átaki ríkis, háskóla og sveitarfélaga getum við tryggt að Suðurland og landsbyggðin öll, sé svæði tækifæra – ekki aðeins fyrir þá sem flytja burt, heldur einnig fyrir þá sem kjósa að búa, starfa og mennta sig heima. Höfundar eru stjórnarmenn í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og formenn samfélagsnefndar SASS.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun