Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar 10. janúar 2026 09:02 Það er ákveðin þreyta í samtímanum sem erfitt er að festa fingur á. Hún birtist ekki endilega sem sinnuleysi heldur sem pirringur, varnarviðbrögð og stuttur þráður gagnvart öllu sem krefst athygli. Umræðan er hávær, hugtökin mörg og kröfurnar eru sífellt að breytast. Fólk upplifir sig oft í stöðu þar sem það þarf annaðhvort að taka skýra afstöðu eða draga sig í hlé. Í slíku ástandi verður auðvelt að loka sig af, ekki endilega af því að maður vill ekki taka þátt heldur einfaldlega vegna þess að maður er orðinn úrvinda. Þessi þreyta snertir umræðu um karlmennsku sérstaklega. Karlmennska hefur lengi verið sett fram sem eitthvað sem þarf að útskýra, leiðrétta eða endurhugsa. Hún er dregin fram í dagsljósið, sundurliðuð og sett í samhengi við ný hugtök sem eiga að skýra hvað sé æskilegt og hvað ekki. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að skoða hlutina gagnrýnið. Vandinn skapast hins vegar þegar umræðan verður svo hugtakamiðuð að hún fjarlægist lífið sjálft. Þá verður karlmennska ekki lengur eitthvað sem birtist í gjörðum og viðbrögðum, heldur eitthvað sem menn finna að þeir þurfi stöðugt að réttlæta eða verja. Sama má segja um umræðu um réttlæti og samúð. Hugtakið woke hefur orðið að eins konar samheiti yfir allt sem fólk upplifir sem íþyngjandi í samtímanum. Það er notað til að lýsa kröfum, áminningum og gagnrýni sem margir upplifa að þeir hafi hvorki beðið um né hafi orku til að mæta. Í þeirri mynd er woke ekki lengur tengt árvekni heldur þreytu. Ekki vakningu, heldur andvöku. Það sem þessi tvö hugtök eiga sameiginlegt er ekki hugmyndafræði, heldur varnarástand. Annars vegar er það karlmaður sem upplifir að hann sé stöðugt metinn út frá skilgreiningum sem hann skilur ekki til fulls og fer í vörn. Og svo er það hins vegar samfélag sem upplifir að það sé stöðugt krafið um viðbrögð við óréttlæti sem það hefur ekki verkfæri til að vinna úr og fer í vörn. Varnarástandið birtist oft sem tortryggni gagnvart hugtökum. Menn hætta að hlusta, ekki vegna þess að þeir séu ósammála, heldur vegna þess að þeir upplifa að hvert orð kalli á nýja skyldu. Samúð verður verkefni og viðkvæmni verður krafa. Og ábyrgð verður eitthvað sem virðist alltaf eiga við aðra, aldrei okkur sjálf á eigin forsendum. Í slíkum aðstæðum verður auðvelt að hafna öllum pakkanum. Ekki af því að maður hafni mannlegum gildum, heldur af því að maður þolir ekki stöðugu spennuna sem fylgir hverju nýju orði. Þetta er staða sem margir karlmenn kannast við í nánum samskiptum. Þegar krafist er tilfinningalegrar nærveru án þess að leyfa óvissu, ótta eða ófullkomleika, missir nærveran mannlegt eðli sitt og verður að kröfu. Karlmaðurinn lærir þá annaðhvort að standast væntingarnar eða loka sig af. Sama gerist í samfélagsumræðu þegar fólk upplifir að það þurfi annaðhvort að hafa rétt fyrir sér eða þegja. Hvorugt stuðlar að raunverulegri ábyrgð. Raunveruleg ábyrgð verður nefnilega ekki til í hugtökum. Hún verður til í viðbrögðum. Í því hvernig maður bregst við þegar maður skilur hlutina ekki alveg strax, hvort maður þoli að sitja með óþægindi án þess að láta þau breytast í reiði eða hæðni. Að vera vakandi er ekki að hafa svör við öllu, heldur að vera tilbúinn að hlusta án þess að fara strax í vörn. Það er krefjandi staða, sérstaklega fyrir þá sem hafa alist upp við að mæta kröfum með sjálfsstjórn og þögn eins og ég. Drengir læra þessi viðbrögð snemma, ekki af fræðigreinum eða samfélagsumræðu, heldur af því sem þeir sjá í viðbrögðum fullorðinna karlmanna. Þeir taka eftir því þegar við forðumst erfið samtöl, gerum lítið úr samúð eða svörum kröfum með kaldhæðni. Líka þegar við stöndum kyrr í óvissu, viðurkennum að við vitum ekki allt og sýnum að ábyrgð felst ekki í því að vera ósnertanlegur, heldur í því að vera til staðar. Þess vegna þurfa drengirnir okkar ekki fleiri fyrirlestra um rétta hegðun. Þeir þurfa karlmenn sem þora að vera til staðar, feður og kennara sem mæta erfiðum samtölum með ró, viðurkenna mistök án þess að brotna og sýna að ábyrgð er stolt en ekki byrði. Við kennum þeim mest þegar við sýnum að það þarf meiri kjark til að opna sig en að loka sig af og það er í þessari kyrrlátu ábyrgð sem framtíðin mótast. Í þessu samhengi verður umræðan um woke og karlmennsku áhugaverðari, þegar hún færist úr skotgröfum yfir í mannlegt samhengi. Þá snýst hún ekki lengur um hvort hugtök séu rétt eða röng, heldur um hvernig við bregðumst við þegar okkur er boðið að vera vakandi. Sumir bregðast við með opnum huga, aðrir með þrjósku eða þreytu. Hvorugt skilgreinir manneskjuna, en viðbrögðin móta menninguna. Kannski er vandinn ekki sá að karlar vilji ekki axla ábyrgð eða að samfélagið vilji ekki réttlæti. Ég tel að við höfum hætt að líta á karlmennsku og réttlæti sem eitthvað sem þróast, lærist og mótast með tímanum og farið að meðhöndla þau sem hugmyndir sem fólk upplifir að það þurfi stöðugt að taka afstöðu til, með eða á móti. Ábyrgð er ekki eitthvað sem maður „hefur“, heldur eitthvað sem vex innra með manni með árunum. Og karlmennska er ekki svar, heldur viðbragð í aðstæðum sem breytast. Í stað þess að spyrja hvort karlar séu orðnir „of varnarlausir“ eða samfélagið „of woke“, gætum við spurt einfaldari spurninga. Hvernig búum við til rými þar sem fólk má vera vakandi án þess að brenna út? Hvernig kennum við drengjum að ábyrgð felist ekki í hörku, heldur í stöðugleika? Hvernig sýnum við að styrkur felst ekki í því að loka sig af, heldur í því að þola að vera ósammála um stund? Kannski þurfum við ekki ný hugtök til að svara þessu. Kannski þurfum við bara að hægja örlítið á, bæði í umræðunni og í viðbrögðum okkar. Þreyta er ekki merki um siðferðisbrest, heldur merki um að eitthvað krefst nýrrar nálgunar. Ef við getum viðurkennt andvökuna án þess að festa okkur í henni, gæti verið mögulegt að vakna með meiri yfirvegun. Karlmennska framtíðarinnar mun ekki birtast í nýrri skilgreiningu. Hún mun birtast í því hvernig fullorðnir karlar mæta kröfum um samúð án þess að fara í vörn. Í því hvernig þeir standa við mörk sín án þess að loka á aðra. Og í því hvernig þeir sýna drengjum að það er í lagi að vera vakandi, þ.e. opinn, hlustandi og til staðar, jafnvel þegar það er óþægilegt, svo lengi sem maður gleymir ekki að hvíla sig á leiðinni. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákveðin þreyta í samtímanum sem erfitt er að festa fingur á. Hún birtist ekki endilega sem sinnuleysi heldur sem pirringur, varnarviðbrögð og stuttur þráður gagnvart öllu sem krefst athygli. Umræðan er hávær, hugtökin mörg og kröfurnar eru sífellt að breytast. Fólk upplifir sig oft í stöðu þar sem það þarf annaðhvort að taka skýra afstöðu eða draga sig í hlé. Í slíku ástandi verður auðvelt að loka sig af, ekki endilega af því að maður vill ekki taka þátt heldur einfaldlega vegna þess að maður er orðinn úrvinda. Þessi þreyta snertir umræðu um karlmennsku sérstaklega. Karlmennska hefur lengi verið sett fram sem eitthvað sem þarf að útskýra, leiðrétta eða endurhugsa. Hún er dregin fram í dagsljósið, sundurliðuð og sett í samhengi við ný hugtök sem eiga að skýra hvað sé æskilegt og hvað ekki. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að skoða hlutina gagnrýnið. Vandinn skapast hins vegar þegar umræðan verður svo hugtakamiðuð að hún fjarlægist lífið sjálft. Þá verður karlmennska ekki lengur eitthvað sem birtist í gjörðum og viðbrögðum, heldur eitthvað sem menn finna að þeir þurfi stöðugt að réttlæta eða verja. Sama má segja um umræðu um réttlæti og samúð. Hugtakið woke hefur orðið að eins konar samheiti yfir allt sem fólk upplifir sem íþyngjandi í samtímanum. Það er notað til að lýsa kröfum, áminningum og gagnrýni sem margir upplifa að þeir hafi hvorki beðið um né hafi orku til að mæta. Í þeirri mynd er woke ekki lengur tengt árvekni heldur þreytu. Ekki vakningu, heldur andvöku. Það sem þessi tvö hugtök eiga sameiginlegt er ekki hugmyndafræði, heldur varnarástand. Annars vegar er það karlmaður sem upplifir að hann sé stöðugt metinn út frá skilgreiningum sem hann skilur ekki til fulls og fer í vörn. Og svo er það hins vegar samfélag sem upplifir að það sé stöðugt krafið um viðbrögð við óréttlæti sem það hefur ekki verkfæri til að vinna úr og fer í vörn. Varnarástandið birtist oft sem tortryggni gagnvart hugtökum. Menn hætta að hlusta, ekki vegna þess að þeir séu ósammála, heldur vegna þess að þeir upplifa að hvert orð kalli á nýja skyldu. Samúð verður verkefni og viðkvæmni verður krafa. Og ábyrgð verður eitthvað sem virðist alltaf eiga við aðra, aldrei okkur sjálf á eigin forsendum. Í slíkum aðstæðum verður auðvelt að hafna öllum pakkanum. Ekki af því að maður hafni mannlegum gildum, heldur af því að maður þolir ekki stöðugu spennuna sem fylgir hverju nýju orði. Þetta er staða sem margir karlmenn kannast við í nánum samskiptum. Þegar krafist er tilfinningalegrar nærveru án þess að leyfa óvissu, ótta eða ófullkomleika, missir nærveran mannlegt eðli sitt og verður að kröfu. Karlmaðurinn lærir þá annaðhvort að standast væntingarnar eða loka sig af. Sama gerist í samfélagsumræðu þegar fólk upplifir að það þurfi annaðhvort að hafa rétt fyrir sér eða þegja. Hvorugt stuðlar að raunverulegri ábyrgð. Raunveruleg ábyrgð verður nefnilega ekki til í hugtökum. Hún verður til í viðbrögðum. Í því hvernig maður bregst við þegar maður skilur hlutina ekki alveg strax, hvort maður þoli að sitja með óþægindi án þess að láta þau breytast í reiði eða hæðni. Að vera vakandi er ekki að hafa svör við öllu, heldur að vera tilbúinn að hlusta án þess að fara strax í vörn. Það er krefjandi staða, sérstaklega fyrir þá sem hafa alist upp við að mæta kröfum með sjálfsstjórn og þögn eins og ég. Drengir læra þessi viðbrögð snemma, ekki af fræðigreinum eða samfélagsumræðu, heldur af því sem þeir sjá í viðbrögðum fullorðinna karlmanna. Þeir taka eftir því þegar við forðumst erfið samtöl, gerum lítið úr samúð eða svörum kröfum með kaldhæðni. Líka þegar við stöndum kyrr í óvissu, viðurkennum að við vitum ekki allt og sýnum að ábyrgð felst ekki í því að vera ósnertanlegur, heldur í því að vera til staðar. Þess vegna þurfa drengirnir okkar ekki fleiri fyrirlestra um rétta hegðun. Þeir þurfa karlmenn sem þora að vera til staðar, feður og kennara sem mæta erfiðum samtölum með ró, viðurkenna mistök án þess að brotna og sýna að ábyrgð er stolt en ekki byrði. Við kennum þeim mest þegar við sýnum að það þarf meiri kjark til að opna sig en að loka sig af og það er í þessari kyrrlátu ábyrgð sem framtíðin mótast. Í þessu samhengi verður umræðan um woke og karlmennsku áhugaverðari, þegar hún færist úr skotgröfum yfir í mannlegt samhengi. Þá snýst hún ekki lengur um hvort hugtök séu rétt eða röng, heldur um hvernig við bregðumst við þegar okkur er boðið að vera vakandi. Sumir bregðast við með opnum huga, aðrir með þrjósku eða þreytu. Hvorugt skilgreinir manneskjuna, en viðbrögðin móta menninguna. Kannski er vandinn ekki sá að karlar vilji ekki axla ábyrgð eða að samfélagið vilji ekki réttlæti. Ég tel að við höfum hætt að líta á karlmennsku og réttlæti sem eitthvað sem þróast, lærist og mótast með tímanum og farið að meðhöndla þau sem hugmyndir sem fólk upplifir að það þurfi stöðugt að taka afstöðu til, með eða á móti. Ábyrgð er ekki eitthvað sem maður „hefur“, heldur eitthvað sem vex innra með manni með árunum. Og karlmennska er ekki svar, heldur viðbragð í aðstæðum sem breytast. Í stað þess að spyrja hvort karlar séu orðnir „of varnarlausir“ eða samfélagið „of woke“, gætum við spurt einfaldari spurninga. Hvernig búum við til rými þar sem fólk má vera vakandi án þess að brenna út? Hvernig kennum við drengjum að ábyrgð felist ekki í hörku, heldur í stöðugleika? Hvernig sýnum við að styrkur felst ekki í því að loka sig af, heldur í því að þola að vera ósammála um stund? Kannski þurfum við ekki ný hugtök til að svara þessu. Kannski þurfum við bara að hægja örlítið á, bæði í umræðunni og í viðbrögðum okkar. Þreyta er ekki merki um siðferðisbrest, heldur merki um að eitthvað krefst nýrrar nálgunar. Ef við getum viðurkennt andvökuna án þess að festa okkur í henni, gæti verið mögulegt að vakna með meiri yfirvegun. Karlmennska framtíðarinnar mun ekki birtast í nýrri skilgreiningu. Hún mun birtast í því hvernig fullorðnir karlar mæta kröfum um samúð án þess að fara í vörn. Í því hvernig þeir standa við mörk sín án þess að loka á aðra. Og í því hvernig þeir sýna drengjum að það er í lagi að vera vakandi, þ.e. opinn, hlustandi og til staðar, jafnvel þegar það er óþægilegt, svo lengi sem maður gleymir ekki að hvíla sig á leiðinni. Höfundur er mannvinur og kennari
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun