Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2026 13:43 Sigurður Ingi segir yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar um helgina hafa verið veikar. Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, var handsamaður af bandaríska hernum og fluttur til New York á laugardag. Á sama tíma voru gerðar loftárásir á höfuðborg landsins, Caracas „Ég verð að segja eins og er að mér fannst yfirlýsingar utanríkisráðherra, fyrir um tveimur dögum, í beinu framhaldi af þessari aðgerð Bandaríkjanna í Venesúela vera veikar. Það er lykilatriði fyrir okkur smáþjóðir heims að allar þjóðir virði alþjóðalög,“ segir Sigurður Ingi og að allar yfirlýsingar sem varða það þurfi að vera sterkar. Rætt við Sigurð Inga að loknum fundi utanríkismálanefndar. Fjallað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra var meðal gesta fundarins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir fund utanríkismálanefndar hafa verið ágætis upplýsingafund. Það hafi allt sem fór fram á honum verið í trúnaði. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, sagði að fundi loknum að heimur þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram geri hann ekki betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Hann segir sömuleiðis nauðsynlegt að samstarf Íslendinga við aðrar þjóðir, sama hverjar það eru, sé gott. Það eigi það sama að gilda um Norðurlönd, Evrópusambandið og Vesturheim, Bandaríkin og önnur ríki. Allir verði að virða alþjóðalög „Til þess að láta þá skoðun sem skýrast í ljósi að til þess að þjóðir heims geti lifað saman í friði og spekt þá verða allir að virða alþjóðalög, ekki síst stóru aðilarnir sem geta auðvitað komið sínu fram með öðrum hætti. Eins og við höfum verið að horfa upp á, ekki bara síðustu daga, heldur árin,“ segir Sigurður Ingi og á við innrás Rússa í Úkraínu, hótanir Kína gagnvart Taívan og aðgerðir Indlands gagnvart Pakistan og það sem hefur átt sér stað í Miðausturlöndum. „En núna upp á síðkastið, sérstakar yfirlýsingar Bandaríkjanna og þessa sérstöku aðgerð sem að hlýtur að vera umdeildanleg þó að fólkið í Venesúela sé örugglega ánægt með að losna við harðstjóra og einræðisherra sem hefur kúgað þjóðina.“ Hefði talað um mikilvægi alþjóðalaga í yfirlýsingu Hann segir að hefði hann gefið út yfirlýsingu í kjölfar þessarar aðgerðar hefði hann talað um mikilvægi þess að allar þjóðir virði alþjóðalög. „Það er eina leiðin til þess að við á þessari jörðu getum lifað í friði og spekt,“ segir hann og að á sama tíma komi slíkar yfirlýsingar ekki í veg fyrir að stórar þjóðir gangi fram eins og þær vilja. Hann segir að sem meiri samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og að friður sé það mikilvægasta. Hann hefði ítrekað það í yfirlýsingu. Vandamál að velja einræðisherra Hann segist hafa skilning á því að utanríkisráðherra hafi í sinni yfirlýsingu fjallað um að það væri búið að koma frá einræðisherra sem hafi kúgað þjóðina en spyrji sig á sama tíma hvar eigi að stoppa þegar kemur að því. „Hvaða einræðisherra er okkur ekki að skapi sem við myndum sætta okkur við að einhver annar tæki frá? Það er vandinn. Þess vegna þurfum við að horfa til alþjóðalaga og þeirra leikreglna sem gera það að verkum að allir geta verið saman úti á skólalóðinni að leika sér en stóri gæinn geti ekki gert það sem honum dettur í hug.“ Pawel kallaði eftir því eftir fund að stjórn og stjórnarandstaða væru samtaka í þessu máli. Sigurður Ingi segir í því samhengi vinnu nefndarinnar í nýrri stefnu í öryggis- og varnarmálum hafa skipt máli. „Það skiptir máli fyrir okkur að ná samstöðu um það,“ segir hann og það sé mikilvægt að átta sig á því að heimurinn er breyttur og það þýði að við gætum þurft að sætta okkur við hluti sem við erum ósátt við. „En þá er spurningin hvernig við erum undir það búin sem samfélag, hvort við þolum þá árangur, hvort við séum búin að byggja upp ákveðið þol innanlands gagnvart því að hlutir geti farið, ég ætla ekki að segja versta veg, en það er hinsvegar augljóst að við þurfum að vera undirbúin fyrir nokkurn veginn hvað sem er vil ég segja á næstu vikum, mánuðum.“ Sérstakt ef Trump tekur Grænland Sigurður Ingi segir yfirlýsingar Donald Trump um að taka yfir Grænland vekja hjá sér ugg eftir þessa aðgerð hans í Venesúela. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig hluti af NATO og því væri sérstakt ef eitt af stærstu og öflugustu NATO-ríkjunum færi fram með þeim hætti. Hann segir einu leiðina til að koma í veg fyrir það að auka samskipti við öll ríki innan NATO, þar með talið Bandaríkin, og koma þeim sjónarmiðum skýrt fram að eina leiðin fyrir alla áfram sé að virða alþjóðalög. „En ekki að ganga fram með valdi hins stóra.“ Hann segir augljóst að alþjóðalög hafi verið sett til hliðar hér í þessari aðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og hagsmunir Bandaríkjanna látnir vega þyngra. „Það er þess vegna þeim mun mikilvægara að ítreka að það er stefna okkar, og vonandi allra vestrænna lýðræðisríkja, og vonandi sem flestra ríkja í heiminum, að það að virða alþjóðalög er eina leiðin fyrir ríki heims að búa saman í friði og spekt.“ Nýr veruleiki taki Bandaríkin Grænland Tækju Bandaríkin Grænland segir Sigurður Ingi það nýjan veruleika sem við værum að horfa upp á. „Það má auðvitað bara velta því fyrir sér ef þeir taka Grænland, af hverju stoppa þeir við það? Ef það er leiðin, ef það er stefnan,“ segir hann og ítrekar að í því samhengi skipti miklu máli að eiga í samskiptum við aðrar þjóðir um leikreglur alþjóðalaga og „Það að hinn stóri gangi fram og beiti sínu valdi gagnvart smáþjóðum gerir það að verkum að ekkert land er í rauninni óhult fyrir slíku, ekki Ísland heldur. Venesúela Bandaríkin Grænland Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela og sitjandi forseti í fjarveru Nicolás Maduro, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún virðist rétta fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. 5. janúar 2026 06:49 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, var handsamaður af bandaríska hernum og fluttur til New York á laugardag. Á sama tíma voru gerðar loftárásir á höfuðborg landsins, Caracas „Ég verð að segja eins og er að mér fannst yfirlýsingar utanríkisráðherra, fyrir um tveimur dögum, í beinu framhaldi af þessari aðgerð Bandaríkjanna í Venesúela vera veikar. Það er lykilatriði fyrir okkur smáþjóðir heims að allar þjóðir virði alþjóðalög,“ segir Sigurður Ingi og að allar yfirlýsingar sem varða það þurfi að vera sterkar. Rætt við Sigurð Inga að loknum fundi utanríkismálanefndar. Fjallað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra var meðal gesta fundarins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir fund utanríkismálanefndar hafa verið ágætis upplýsingafund. Það hafi allt sem fór fram á honum verið í trúnaði. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, sagði að fundi loknum að heimur þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram geri hann ekki betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Hann segir sömuleiðis nauðsynlegt að samstarf Íslendinga við aðrar þjóðir, sama hverjar það eru, sé gott. Það eigi það sama að gilda um Norðurlönd, Evrópusambandið og Vesturheim, Bandaríkin og önnur ríki. Allir verði að virða alþjóðalög „Til þess að láta þá skoðun sem skýrast í ljósi að til þess að þjóðir heims geti lifað saman í friði og spekt þá verða allir að virða alþjóðalög, ekki síst stóru aðilarnir sem geta auðvitað komið sínu fram með öðrum hætti. Eins og við höfum verið að horfa upp á, ekki bara síðustu daga, heldur árin,“ segir Sigurður Ingi og á við innrás Rússa í Úkraínu, hótanir Kína gagnvart Taívan og aðgerðir Indlands gagnvart Pakistan og það sem hefur átt sér stað í Miðausturlöndum. „En núna upp á síðkastið, sérstakar yfirlýsingar Bandaríkjanna og þessa sérstöku aðgerð sem að hlýtur að vera umdeildanleg þó að fólkið í Venesúela sé örugglega ánægt með að losna við harðstjóra og einræðisherra sem hefur kúgað þjóðina.“ Hefði talað um mikilvægi alþjóðalaga í yfirlýsingu Hann segir að hefði hann gefið út yfirlýsingu í kjölfar þessarar aðgerðar hefði hann talað um mikilvægi þess að allar þjóðir virði alþjóðalög. „Það er eina leiðin til þess að við á þessari jörðu getum lifað í friði og spekt,“ segir hann og að á sama tíma komi slíkar yfirlýsingar ekki í veg fyrir að stórar þjóðir gangi fram eins og þær vilja. Hann segir að sem meiri samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og að friður sé það mikilvægasta. Hann hefði ítrekað það í yfirlýsingu. Vandamál að velja einræðisherra Hann segist hafa skilning á því að utanríkisráðherra hafi í sinni yfirlýsingu fjallað um að það væri búið að koma frá einræðisherra sem hafi kúgað þjóðina en spyrji sig á sama tíma hvar eigi að stoppa þegar kemur að því. „Hvaða einræðisherra er okkur ekki að skapi sem við myndum sætta okkur við að einhver annar tæki frá? Það er vandinn. Þess vegna þurfum við að horfa til alþjóðalaga og þeirra leikreglna sem gera það að verkum að allir geta verið saman úti á skólalóðinni að leika sér en stóri gæinn geti ekki gert það sem honum dettur í hug.“ Pawel kallaði eftir því eftir fund að stjórn og stjórnarandstaða væru samtaka í þessu máli. Sigurður Ingi segir í því samhengi vinnu nefndarinnar í nýrri stefnu í öryggis- og varnarmálum hafa skipt máli. „Það skiptir máli fyrir okkur að ná samstöðu um það,“ segir hann og það sé mikilvægt að átta sig á því að heimurinn er breyttur og það þýði að við gætum þurft að sætta okkur við hluti sem við erum ósátt við. „En þá er spurningin hvernig við erum undir það búin sem samfélag, hvort við þolum þá árangur, hvort við séum búin að byggja upp ákveðið þol innanlands gagnvart því að hlutir geti farið, ég ætla ekki að segja versta veg, en það er hinsvegar augljóst að við þurfum að vera undirbúin fyrir nokkurn veginn hvað sem er vil ég segja á næstu vikum, mánuðum.“ Sérstakt ef Trump tekur Grænland Sigurður Ingi segir yfirlýsingar Donald Trump um að taka yfir Grænland vekja hjá sér ugg eftir þessa aðgerð hans í Venesúela. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig hluti af NATO og því væri sérstakt ef eitt af stærstu og öflugustu NATO-ríkjunum færi fram með þeim hætti. Hann segir einu leiðina til að koma í veg fyrir það að auka samskipti við öll ríki innan NATO, þar með talið Bandaríkin, og koma þeim sjónarmiðum skýrt fram að eina leiðin fyrir alla áfram sé að virða alþjóðalög. „En ekki að ganga fram með valdi hins stóra.“ Hann segir augljóst að alþjóðalög hafi verið sett til hliðar hér í þessari aðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og hagsmunir Bandaríkjanna látnir vega þyngra. „Það er þess vegna þeim mun mikilvægara að ítreka að það er stefna okkar, og vonandi allra vestrænna lýðræðisríkja, og vonandi sem flestra ríkja í heiminum, að það að virða alþjóðalög er eina leiðin fyrir ríki heims að búa saman í friði og spekt.“ Nýr veruleiki taki Bandaríkin Grænland Tækju Bandaríkin Grænland segir Sigurður Ingi það nýjan veruleika sem við værum að horfa upp á. „Það má auðvitað bara velta því fyrir sér ef þeir taka Grænland, af hverju stoppa þeir við það? Ef það er leiðin, ef það er stefnan,“ segir hann og ítrekar að í því samhengi skipti miklu máli að eiga í samskiptum við aðrar þjóðir um leikreglur alþjóðalaga og „Það að hinn stóri gangi fram og beiti sínu valdi gagnvart smáþjóðum gerir það að verkum að ekkert land er í rauninni óhult fyrir slíku, ekki Ísland heldur.
Venesúela Bandaríkin Grænland Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela og sitjandi forseti í fjarveru Nicolás Maduro, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún virðist rétta fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. 5. janúar 2026 06:49 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18
Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17
Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela og sitjandi forseti í fjarveru Nicolás Maduro, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún virðist rétta fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. 5. janúar 2026 06:49