Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2026 12:30 Ég spái mikið í orðum. Ég err samt enginn íslenskufræðingur og sletti kannski vel yfir meðallagi. En ég er hrifin af fallegum orðum og hrífst af því þegar talað er fallegt mál. Um daginn heyrði ég til dæmis orðið gáruáhrif. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég heyri það orð, en samhengið var fallegt og ég fann hvernig það gróf sig inn. Svona gott fyrir hjartað. Orð geta skapað jákvæða tilfinningu og orð geta látið okkur líða vel. Orð hafa gáruáhrif og hvernig við notum þau getur síðan haft jákvæð, eða minna jákvæð, áhrif á líf okkar. Sem hefur svo áhrif á þau sem eru í kringum okkur, síðan á þau sem eru í kringum þau og svo koll af kolli. Með þetta í huga gat ég ekki annað en orðið fyrir vonbrigðum þegar ég sá þau tíu orð sem RÚV bauð landsmönnum að kjósa sem Orð ársins 2025. Orð eins og bikblæðing, græna gímaldið, gjaldskylda, málþóf, símabann, tollastríð og þjóðernishreinsanir. Vissulega eitthvað sem var mikið í fréttum. En segir þetta ekki meira um áherslur fjölmiðla heldur en okkur sem samfélag? Ég hefði persónulega svo gjarnan viljað sjá fleiri falleg orð á þessum lista, eins og samkennd, kærleikur, lífsgleði, stuðningur, samstaða, hugrekki og friður, svo ég nefni einhver dæmi. Því við þurfum á fallegum orðum að halda, nú sem aldrei fyrr. Við þurfum líka fleiri fréttir af hetjum samtímans. Af fólkinu sem gerir samfélagið okkar betra með einum eða öðrum hætti. Og þar er svo sannarlega af nægu að taka. Þetta er bara spurning um hvert við viljum beina athygli okkar. Getum við, sem samfélag, sett okkur það markmið að fjölga fallegum orðum fyrir árið 2026? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég spái mikið í orðum. Ég err samt enginn íslenskufræðingur og sletti kannski vel yfir meðallagi. En ég er hrifin af fallegum orðum og hrífst af því þegar talað er fallegt mál. Um daginn heyrði ég til dæmis orðið gáruáhrif. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég heyri það orð, en samhengið var fallegt og ég fann hvernig það gróf sig inn. Svona gott fyrir hjartað. Orð geta skapað jákvæða tilfinningu og orð geta látið okkur líða vel. Orð hafa gáruáhrif og hvernig við notum þau getur síðan haft jákvæð, eða minna jákvæð, áhrif á líf okkar. Sem hefur svo áhrif á þau sem eru í kringum okkur, síðan á þau sem eru í kringum þau og svo koll af kolli. Með þetta í huga gat ég ekki annað en orðið fyrir vonbrigðum þegar ég sá þau tíu orð sem RÚV bauð landsmönnum að kjósa sem Orð ársins 2025. Orð eins og bikblæðing, græna gímaldið, gjaldskylda, málþóf, símabann, tollastríð og þjóðernishreinsanir. Vissulega eitthvað sem var mikið í fréttum. En segir þetta ekki meira um áherslur fjölmiðla heldur en okkur sem samfélag? Ég hefði persónulega svo gjarnan viljað sjá fleiri falleg orð á þessum lista, eins og samkennd, kærleikur, lífsgleði, stuðningur, samstaða, hugrekki og friður, svo ég nefni einhver dæmi. Því við þurfum á fallegum orðum að halda, nú sem aldrei fyrr. Við þurfum líka fleiri fréttir af hetjum samtímans. Af fólkinu sem gerir samfélagið okkar betra með einum eða öðrum hætti. Og þar er svo sannarlega af nægu að taka. Þetta er bara spurning um hvert við viljum beina athygli okkar. Getum við, sem samfélag, sett okkur það markmið að fjölga fallegum orðum fyrir árið 2026? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun