Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar 5. janúar 2026 09:02 Réttarkerfið á að standa vörð um þau sem minnst mega sín, þau sem ekki geta varið sig, og þar á meðal eru börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. En þegar litið er til þeirra barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, eiga um sárt að binda vegna vanrækslu, ofbeldis eða flókinna forræðisdeilna, kemur í ljós að réttarkerfið bregst oftar en ekki. Í stað þess að vera hluti af lausninni, verður það hluti af vandanum. Það er kerfi sem í sumum tilfellum vinnur gegn börnunum, þeim sem það á að vernda. Í fjölmörgum málum þar sem börn eru í hættu eða búa við óviðunandi aðstæður, getur það tekið mánuði eða jafnvel ár, fyrir dómstóla að komast að niðurstöðu. Meðan beðið er eftir úrskurði, lifa börnin í óvissu og óöryggi. Þau eru föst í aðstæðum sem geta haft djúpstæð áhrif á þroska, líðan og framtíð þeirra. Réttarkerfið, sem á að tryggja réttaröryggi og velferð, verður þá að kerfi sem tefur úrbætur, staðnar í flóknum ferlum og skorti á samhæfingu milli stofnana. Það sem gerir ástandið enn alvarlegra er sú staðreynd að raddir barnanna sjálfra heyrast of sjaldan í málsmeðferðinni. Þótt barnið sé í miðju málsins, eru ákvarðanir teknar af fullorðnum, lögfræðingum, forráðamönnum, starfsmönnum stofnana, án þess að barnið fái raunverulegt tækifæri til að tjá sig eða hafa áhrif á ákvörðun sem snertir líf þeirra djúpt. Það felur í sér brot á grundvallarreglum um rétt barna til þátttöku í eigin málum, eins og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn þurfa einfaldlega að laga sig að kerfi sem er vinnur ekki á þeirra forsendum. Slík afstaða, að líta á börn sem viðföng frekar en virka þátttakendur, sem viðheldur ójafnvægi og dregur úr mannréttindalegu vægi mála þeirra. Það þarf ekki að koma á óvart að margir einstaklingar, sem hafa upplifað barnavernd eða forræðismál á eigin skinni, lýsa þeim sem tíma vanmáttar, kvíða og þöggunar. Ef markmið réttarkerfisins er í raun að vernda hagsmuni barnsins, þá verður að ráðast í róttæka endurskoðun. Það þarf að tryggja hraðari málsmeðferð, aukið aðgengi að sérfræðikunnáttu í barnamálum og skipulagða, samþætta samvinnu milli allra þeirra stofnana sem koma að málinu. Ekki síður þarf að tryggja að rödd barnsins sé ekki aðeins heyrð, heldur virt og tekin alvarlega. Kerfið má ekki vera þröskuldur, það á að vera brú. Börn eiga rétt á réttlæti sem er barnvænt, skilvirkt og mannúðlegt. Þau eiga betra skilið en kerfi sem vinnur beinlínis gegn þeim. Höfundur er fimmtán ára baráttukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Réttarkerfið á að standa vörð um þau sem minnst mega sín, þau sem ekki geta varið sig, og þar á meðal eru börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. En þegar litið er til þeirra barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, eiga um sárt að binda vegna vanrækslu, ofbeldis eða flókinna forræðisdeilna, kemur í ljós að réttarkerfið bregst oftar en ekki. Í stað þess að vera hluti af lausninni, verður það hluti af vandanum. Það er kerfi sem í sumum tilfellum vinnur gegn börnunum, þeim sem það á að vernda. Í fjölmörgum málum þar sem börn eru í hættu eða búa við óviðunandi aðstæður, getur það tekið mánuði eða jafnvel ár, fyrir dómstóla að komast að niðurstöðu. Meðan beðið er eftir úrskurði, lifa börnin í óvissu og óöryggi. Þau eru föst í aðstæðum sem geta haft djúpstæð áhrif á þroska, líðan og framtíð þeirra. Réttarkerfið, sem á að tryggja réttaröryggi og velferð, verður þá að kerfi sem tefur úrbætur, staðnar í flóknum ferlum og skorti á samhæfingu milli stofnana. Það sem gerir ástandið enn alvarlegra er sú staðreynd að raddir barnanna sjálfra heyrast of sjaldan í málsmeðferðinni. Þótt barnið sé í miðju málsins, eru ákvarðanir teknar af fullorðnum, lögfræðingum, forráðamönnum, starfsmönnum stofnana, án þess að barnið fái raunverulegt tækifæri til að tjá sig eða hafa áhrif á ákvörðun sem snertir líf þeirra djúpt. Það felur í sér brot á grundvallarreglum um rétt barna til þátttöku í eigin málum, eins og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn þurfa einfaldlega að laga sig að kerfi sem er vinnur ekki á þeirra forsendum. Slík afstaða, að líta á börn sem viðföng frekar en virka þátttakendur, sem viðheldur ójafnvægi og dregur úr mannréttindalegu vægi mála þeirra. Það þarf ekki að koma á óvart að margir einstaklingar, sem hafa upplifað barnavernd eða forræðismál á eigin skinni, lýsa þeim sem tíma vanmáttar, kvíða og þöggunar. Ef markmið réttarkerfisins er í raun að vernda hagsmuni barnsins, þá verður að ráðast í róttæka endurskoðun. Það þarf að tryggja hraðari málsmeðferð, aukið aðgengi að sérfræðikunnáttu í barnamálum og skipulagða, samþætta samvinnu milli allra þeirra stofnana sem koma að málinu. Ekki síður þarf að tryggja að rödd barnsins sé ekki aðeins heyrð, heldur virt og tekin alvarlega. Kerfið má ekki vera þröskuldur, það á að vera brú. Börn eiga rétt á réttlæti sem er barnvænt, skilvirkt og mannúðlegt. Þau eiga betra skilið en kerfi sem vinnur beinlínis gegn þeim. Höfundur er fimmtán ára baráttukona.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun