Innlent

„Við­reisn jafn­vel erfiðari við­fangs en Flokkur fólksins“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð í Kryddsíld. 
Sigmundur Davíð í Kryddsíld.  Vísir/Anton Brink

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar um atkvæðagreiðslu vegna viðræðna við Evrópusambandið í Kryddsíld. 

Hann segir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa komið vel fyrir sem sterkur og afdráttarlaus leiðtogi ríkisstjórnar. 

„En á sama tíma hefur hún sem forsætisráðherra þurft að fást við ýmsar uppákomur. Ég er ekki viss um að hún hafi gert ráð fyrir því að á köflum gæti Viðreisn verið jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins,“ segir Sigmundur.

„Uppákomur Flokks fólksins hafa jafnvel fallið í skuggann á Evrópusambandsþráhyggju Viðreisnar. Þetta er auðvitað erfitt og ég votta þér samúð,“ segir Sigmundur við Kristrúnu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra segir bendir á að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um atkvæðagreiðslu 2027.

„Þessi ríkisstjórn treystir þjóðinni, við hræðumst ekki þjóðina eins og mér finnst stundum aðrir flokkar og sérstaklega Sigmundur, furðulegt nokk elsku Sigmundur minn, hræðast þjóðina. Það dugir ekki að vera í pólitík og segja bara sniðugar setningar. Það þarf að bjóða raunhæfar lausnir. Ég heyri það að hann er eitthvað á nálum, elsku karlinn,“ segir Þorgerður.

Erla Björg segir þá að það sé af ásettu ráði að þau sitji ekki hlið við hlið og uppsker hlátur.

Hægt er að horfa á Kryddsíld í beinni útsendingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×