Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Jón Þór Stefánsson skrifar 26. desember 2025 12:02 Piltur sem varð fyrir árásinni var skilinn eftir í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Fjórir unglingar voru á dögunum sakfelldir í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán sem beindist gegn unglingspilti í apríl í fyrra. Þau hlutu átta til fjögurra mánaða skilorðsbundna refsingu. Þeim var gefið að sök að svipta piltinn frelsi sínu í allt að 45 mínútur. Þeir eru sagðir hafa sótt piltinn í Grafarvog í Reykjavík, leitt hann að Toyotu Corollu sem þeir óku, og látið hann setjast inn gegn vilja sínum. Þar hafi þeir tekið af honum síma og heyrnartól og ekið með hann upp í Heiðmörk. Þar hafi allir farið úr bílnum og hópurinn ráðist á piltinn. Í ákæru segir að pilturinn hafi fallið í jörðina við árásina, en hópurinn er sagður hafa slegið og sparkað margsinnis í hann í höfuð og búk meðan hann lá. Einn hinna ákærðu hafi gefið honum rafstuð með rafmagnsvopni, annar hafi otað hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi hans, og sá þriðja hafi hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá því sem hefði átt sér stað. Pilturinn var síðan skilinn eftir ber að ofan og skólaus við Heiðmerkurveg. Hann hlaut fyrir vikið ýmsa áverka, líkt og heilahristing og tannbrot. Tekinn af heimili vinkonu sinnar Lögreglu barst fyrst tilkynning um málið um hálfsexleytið að kvöldi umrædds dags, laugardaginn 13. apríl, þegar að sást til illa klædds, skólauss, grátandi unglingsstráks á Heiðmerkurvegi. Lögreglan fann hann ekki. Skömmu fyrir sjö þetta sama kvöld barst lögreglu tilkynning um að pilturinn væri á slysadeild Landspítalans í Fossvogi ásamt föður sínum. Hann greindi lögreglu frá því að hann hefði verið heima hjá vinkonu sinni í Grafarvogi umræddan dag þegar hópurinn hafi knúið dyra. Móðir vinkonu hans hefði sagt að það væru strákar að spyrja eftir honum, en hann kvaðst ekki þekkja þá. Hins vegar hafi þeir dregið hann úr húsinu í bílinn, og síðan hafi árásin átt sér stað líkt og lýst er í ákæru. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lagður í einelti vegna ásakanna Faðir piltsins sagði að sonur sinn hefði verið lagður í einelti eftir að hafa verið ranglega sakaður um kynferðisbrot, og áður mátt þola líkamsárás vegna þess. Fyrir dómi sögðu árásarmennirnir sumir að þeir hafi ráðist á piltinn þar sem hann hafi verið að „perrast og nauðga stelpum“. Hrottaleg og ófyrirleitin árás Í niðurstöðukafla dómsins segir að það hafi verið þeim öllum fullljóst hvað hafi staðið til þegar þeir hittu piltinn. Þeir hafi ætlað að lemja hann á afskekktum stað þar sem ekki væru vitni. Þá segir að ekki sé hægt að aðgreina þátt hvers og eins árásarmanns, en ljóst að þeir hefðu allir tekið sinn þátt. Lítur dómurinn svo á að þeir fjórir hafi allir verið aðalmenn í árásinni sem framin hafi verið í sameiningu. „Var um að ræða sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna líkamsárás,“ segir í dómnum. Þar segir jafnframt að piltunum hafi átt að vera ljóst að afleiðingar árásar sem þessarar gætu orðið alvarlegar. Árásarmennirnir fóru með piltinn úr Grafarvogi yfir í Heiðmörk.Vísir/Vilhelm Tveir árásarmannanna voru sautján ára og hinir tveir fimmtán ára þegar árásin var framin. Einn þeirra hefur áður hlotið fangelsisdóm. Þyngsti dómurinn í málinu hljóðaði upp á átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Tveir hlutu sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Og vægasti dómurinn var fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er þeim gert að greiða 1,2 milljónir króna auk vaxta í miskabætur og annan málskostnað. Dómsmál Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Þeim var gefið að sök að svipta piltinn frelsi sínu í allt að 45 mínútur. Þeir eru sagðir hafa sótt piltinn í Grafarvog í Reykjavík, leitt hann að Toyotu Corollu sem þeir óku, og látið hann setjast inn gegn vilja sínum. Þar hafi þeir tekið af honum síma og heyrnartól og ekið með hann upp í Heiðmörk. Þar hafi allir farið úr bílnum og hópurinn ráðist á piltinn. Í ákæru segir að pilturinn hafi fallið í jörðina við árásina, en hópurinn er sagður hafa slegið og sparkað margsinnis í hann í höfuð og búk meðan hann lá. Einn hinna ákærðu hafi gefið honum rafstuð með rafmagnsvopni, annar hafi otað hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi hans, og sá þriðja hafi hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá því sem hefði átt sér stað. Pilturinn var síðan skilinn eftir ber að ofan og skólaus við Heiðmerkurveg. Hann hlaut fyrir vikið ýmsa áverka, líkt og heilahristing og tannbrot. Tekinn af heimili vinkonu sinnar Lögreglu barst fyrst tilkynning um málið um hálfsexleytið að kvöldi umrædds dags, laugardaginn 13. apríl, þegar að sást til illa klædds, skólauss, grátandi unglingsstráks á Heiðmerkurvegi. Lögreglan fann hann ekki. Skömmu fyrir sjö þetta sama kvöld barst lögreglu tilkynning um að pilturinn væri á slysadeild Landspítalans í Fossvogi ásamt föður sínum. Hann greindi lögreglu frá því að hann hefði verið heima hjá vinkonu sinni í Grafarvogi umræddan dag þegar hópurinn hafi knúið dyra. Móðir vinkonu hans hefði sagt að það væru strákar að spyrja eftir honum, en hann kvaðst ekki þekkja þá. Hins vegar hafi þeir dregið hann úr húsinu í bílinn, og síðan hafi árásin átt sér stað líkt og lýst er í ákæru. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lagður í einelti vegna ásakanna Faðir piltsins sagði að sonur sinn hefði verið lagður í einelti eftir að hafa verið ranglega sakaður um kynferðisbrot, og áður mátt þola líkamsárás vegna þess. Fyrir dómi sögðu árásarmennirnir sumir að þeir hafi ráðist á piltinn þar sem hann hafi verið að „perrast og nauðga stelpum“. Hrottaleg og ófyrirleitin árás Í niðurstöðukafla dómsins segir að það hafi verið þeim öllum fullljóst hvað hafi staðið til þegar þeir hittu piltinn. Þeir hafi ætlað að lemja hann á afskekktum stað þar sem ekki væru vitni. Þá segir að ekki sé hægt að aðgreina þátt hvers og eins árásarmanns, en ljóst að þeir hefðu allir tekið sinn þátt. Lítur dómurinn svo á að þeir fjórir hafi allir verið aðalmenn í árásinni sem framin hafi verið í sameiningu. „Var um að ræða sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna líkamsárás,“ segir í dómnum. Þar segir jafnframt að piltunum hafi átt að vera ljóst að afleiðingar árásar sem þessarar gætu orðið alvarlegar. Árásarmennirnir fóru með piltinn úr Grafarvogi yfir í Heiðmörk.Vísir/Vilhelm Tveir árásarmannanna voru sautján ára og hinir tveir fimmtán ára þegar árásin var framin. Einn þeirra hefur áður hlotið fangelsisdóm. Þyngsti dómurinn í málinu hljóðaði upp á átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Tveir hlutu sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Og vægasti dómurinn var fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er þeim gert að greiða 1,2 milljónir króna auk vaxta í miskabætur og annan málskostnað.
Dómsmál Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira