Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2025 19:26 Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði ráðherra á nýjan leik. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira