Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar 22. desember 2025 11:02 Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis. Segja má að frá tímum heimsfaraldurs hafa orðið veruleg umskipti í dreifingu vöru og matvæla og eru þær orðnar fastur hluti af daglegu lífi margra í sífellt hraðara samfélagi. Hér verður ekki lagt mat á hvort þessi þróun sé æskileg eða ekki. Athyglinni verður þess í stað beint að þeim sem sinna heimsendingum. Víða í Evrópu og einnig hér á landi hafa sprottið upp stafrænir vettvangar (e. digital platforms) sem starfa sem eins konar „markaðstorg“ fyrir heimsendingar. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Wolt, DoorDash, Aha og Uber Eats. Þessir vettvangar hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda og sendlar á þeirra vegum orðnir algeng sjón í borgarumhverfinu, á reiðhjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum og í bifreiðum. Starfsemin byggist á því að stafræni vettvangurinn gerir samninga við veitingastaði, verslanir og aðra þjónustuaðila, útvegar sendla og stýrir verkefnum í gegnum snjallforrit þannig að pöntunin berist frá seljanda til kaupanda. Að minnsta kosti í orði kveðnu virðist þetta vera kerfi þar sem allir fá sitt. En er það svo? Réttleysi og einhliða samningsskilmálar Verkalýðshreyfingin hefur áður lýst alvarlegum áhyggjum af launum og starfskjörum þeirra sem starfa hjá stafrænum vettvöngum, sér í lagi við sendlastörf. Sama staða blasir við víða erlendis og fjöldi dómsmála hefur fjallað um réttarstöðu þeirra sem sinna þessum störfum. Það þarf heldur ekki að leita langt eftir frásögnum sjálfra sendlanna af óöryggi, lágum tekjum og skorti á vernd. Ástæðan er einföld: fólk sem sinnir þessum störfum nýtur oft engrar verndar sem launafólk. Um er að ræða einhliða ákvörðun um skipulag starfsins í formi verktöku og allar helstu ákvarðanir og reglur eru settar af vettvanginum sjálfum. „Verktakinn“ hefur þannig enga aðkomu að samningsskilmálum, ákvarðar ekki endurgjald sitt, né hefur tök á að leggja á það virðisaukaskatt, þrátt fyrir skyldu um greiðslu slíks skatts. Áður hafa komið fram upplýsingar um að tiltekinn hópur sendla hér á landi fái um 4.800 krónur á klukkustund fyrir störf sín, óháð hvenær tíma dags eða vikunnar er unnið. Undirrituð hefur áður birt grein þar sem slík þóknun er reiknuð m.t.t. kostnaðar sem verktakar bera lögum samkvæmt og í samræmi við störf sín, auk kostnaðar við vinnubúnað og notkun bifreiðar. Raunverulegar tekjur lækka niður í um 1.450 krónur á klukkustund áður en tekjuskattur er dreginn frá. Það jafngildir um 55% af lægstu dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum og aðeins um 31% af yfirvinnulaunum. Tækni réttlætir ekki afturför Stuðningur við nýja tækni og aukna heimsendingaþjónustu þarf ekki að stangast á við það að tryggja mannsæmandi kjör. Það er fyllilega hægt að bjóða upp á þessa þjónustu samhliða sanngjörnum launum, tryggingum og réttindum. Í raun er ekkert nýtt undir sólinni, sendlastörf hafa lengi verið til og munu áfram vera það. Fólk sem sinnir þeim á rétt á sömu vernd og stöðu og annað vinnandi fólk. Spurningin er því ekki endilega hvort það borgi sig að fá heimsendingu, heldur hver borgar fyrir hana. Er það neytandinn eða er það sendillinn sjálfur, sem stendur uppi með kjör langt undir lágmarksákvæðum kjarasamninga? Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Neytendur Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis. Segja má að frá tímum heimsfaraldurs hafa orðið veruleg umskipti í dreifingu vöru og matvæla og eru þær orðnar fastur hluti af daglegu lífi margra í sífellt hraðara samfélagi. Hér verður ekki lagt mat á hvort þessi þróun sé æskileg eða ekki. Athyglinni verður þess í stað beint að þeim sem sinna heimsendingum. Víða í Evrópu og einnig hér á landi hafa sprottið upp stafrænir vettvangar (e. digital platforms) sem starfa sem eins konar „markaðstorg“ fyrir heimsendingar. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Wolt, DoorDash, Aha og Uber Eats. Þessir vettvangar hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda og sendlar á þeirra vegum orðnir algeng sjón í borgarumhverfinu, á reiðhjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum og í bifreiðum. Starfsemin byggist á því að stafræni vettvangurinn gerir samninga við veitingastaði, verslanir og aðra þjónustuaðila, útvegar sendla og stýrir verkefnum í gegnum snjallforrit þannig að pöntunin berist frá seljanda til kaupanda. Að minnsta kosti í orði kveðnu virðist þetta vera kerfi þar sem allir fá sitt. En er það svo? Réttleysi og einhliða samningsskilmálar Verkalýðshreyfingin hefur áður lýst alvarlegum áhyggjum af launum og starfskjörum þeirra sem starfa hjá stafrænum vettvöngum, sér í lagi við sendlastörf. Sama staða blasir við víða erlendis og fjöldi dómsmála hefur fjallað um réttarstöðu þeirra sem sinna þessum störfum. Það þarf heldur ekki að leita langt eftir frásögnum sjálfra sendlanna af óöryggi, lágum tekjum og skorti á vernd. Ástæðan er einföld: fólk sem sinnir þessum störfum nýtur oft engrar verndar sem launafólk. Um er að ræða einhliða ákvörðun um skipulag starfsins í formi verktöku og allar helstu ákvarðanir og reglur eru settar af vettvanginum sjálfum. „Verktakinn“ hefur þannig enga aðkomu að samningsskilmálum, ákvarðar ekki endurgjald sitt, né hefur tök á að leggja á það virðisaukaskatt, þrátt fyrir skyldu um greiðslu slíks skatts. Áður hafa komið fram upplýsingar um að tiltekinn hópur sendla hér á landi fái um 4.800 krónur á klukkustund fyrir störf sín, óháð hvenær tíma dags eða vikunnar er unnið. Undirrituð hefur áður birt grein þar sem slík þóknun er reiknuð m.t.t. kostnaðar sem verktakar bera lögum samkvæmt og í samræmi við störf sín, auk kostnaðar við vinnubúnað og notkun bifreiðar. Raunverulegar tekjur lækka niður í um 1.450 krónur á klukkustund áður en tekjuskattur er dreginn frá. Það jafngildir um 55% af lægstu dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum og aðeins um 31% af yfirvinnulaunum. Tækni réttlætir ekki afturför Stuðningur við nýja tækni og aukna heimsendingaþjónustu þarf ekki að stangast á við það að tryggja mannsæmandi kjör. Það er fyllilega hægt að bjóða upp á þessa þjónustu samhliða sanngjörnum launum, tryggingum og réttindum. Í raun er ekkert nýtt undir sólinni, sendlastörf hafa lengi verið til og munu áfram vera það. Fólk sem sinnir þeim á rétt á sömu vernd og stöðu og annað vinnandi fólk. Spurningin er því ekki endilega hvort það borgi sig að fá heimsendingu, heldur hver borgar fyrir hana. Er það neytandinn eða er það sendillinn sjálfur, sem stendur uppi með kjör langt undir lágmarksákvæðum kjarasamninga? Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar