Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2025 11:04 Mikill meirihluti landsmanna, um 80 prósent, segja lögreglu aðgengilega. Vísir/Lýður Valberg Um tuttugu prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu telja innbrot vera mesta vandamálið í þeirra hverfi. Ef litið er til landsins alls telur um fjórðungur, eða 26,5 prósent, umferðarlagabrot mesta vandamálið. Þar kemur einnig fram að um 40 prósent telja í lagi að lögregla beiti rafbyssu á ungmenni sem sýna ofbeldishegðun og að aðeins 9,6 prósent tilkynntu kynferðisbrot til lögreglunnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Þar var spurt um öryggi íbúa, viðhorf til lögreglu og reynslu landsmanna af afbrotum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að um 6,5 prósent greina frá því að hafa orðið fyrir innbroti árið 2024, tvö prósent fyrir ofbeldisbroti og 2,1 prósent fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi. Af þeim sem urðu fyrir innbroti tilkynnti tæplega helmingur brotið til lögreglunnar, rúm 40 prósent tilkynntu ofbeldisbrotið en aðeins um 9,6 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti tilkynntu það til lögreglunnar. Í könnunni er spurt um það hvort fólk hafi verið beitt ofbeldi eða lent í einhvers konar kynferðilegri áreitni. Sem dæmi segja um fjögur prósent prósent að þeim hafi verið hótað að kynferðislegu myndefni yrði deilt, um tvö prósent að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti og lýsa flestir því, eða helmingur, sem grófri kynferðislegri áreitni og segir um helmingur að brotið hafi ekki verið mjög alvarlegt. Tólf prósent telja afbrot ekki vandamál Í könnunni er fólk spurt hvaða brot það telji vera mesta vandamálið. Fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu telja flest, eða 22,7 prósent, innbrot vera mesta vandamálið og umferðarlagabrot fylgja fast á eftir, 19,9 prósent. Þá telja 16,8 prósent þjófnað mesta vandamálið og 12,2 prósent eignaspjöll og skemmdarverk. Um sex prósent telja fíkniefnabrot og kynferðisbrot mesta vandamálið og um 12 prósent telja afbrot ekki vera vandamál. Niðurstöður eru aðeins öðruvísi ef litið er til landsins alls. Þar telja 26,5 prósent umferðarlagabrot vera mesta vandamálið og 17,5 prósent innbrot. Þá telja 13,7 prósent þjófnað mesta vandamálið og 11,6 prósent eignaspjöll og skemmdarverk. 9,9 prósent telja fíkniefnabrot mesta vandamálið og 5,5 prósent ofbeldi og líkamsárásir. Allt telja 11,4 prósent afbrot ekki vera vandamál. Í könnuninni er sérstaklega spurt um ýmiss konar svik. Þar kemur fram, hjá fólki um landið allt, að 17,4 prósent hafa fengið tölvuvírus, 9,4 prósent hafa lent í því að kort þeirra hefur verið misnotað og um tuttugu prósent lent í blekkingum. Um fjögur prósent hafa tapað um milljón Fólk er einnig spurt hversu háum upphæðum það hefur tapað í slíkum svikum. Það segja um 45 prósent að þau hafi tapað um 45,6 þúsund, 27,9 prósent hafa tapað á milli 21 til 100 þúsund og 6,7 prósent á milli hundrað og 500 þúsund. Þá segjast 1,5 prósent hafa tapað á milli 500 þúsund og einnar milljónar og 3,3 prósent hafa tapað meiru en milljón. Niðurstöður eru svipaðar ef litið er til höfuðborgarsvæðisins en 17,3 prósent fengu tölvuvírus og 9,2 prósent lentu í því að kort þeirra var misnotað. Þar segja um 50 prósent að þau hafi tapað á milli fimm og tuttugu þúsund, 18,5 prósent hafa tapað á milli 20 og hundrað þúsund og um fjögur prósent hafa tapað meiru en milljón. Í skýrslunni er einnig spurt um viðhorf fólks til þess að lögregla beri rafbyssur og hvenær lögregla megi beita þeim. Þar segjast um 80 prósent sammála að lögregla megi beita rafbyssu þegar einhver er vopnaður hníf og 87 prósent þegar einhverjum er ógnað með hnífi. Þá segja um 70 prósent því sammála að lögregla beiti rafbyssu þegar einhver er vopnaður barefli og 65 prósent þegar einhver sýnir ofbeldisfulla hegðun. Um 41 prósent eru sammála því að lögregla noti rafbyssu á einhvern sem er í geðrofi og næst ekki samband við. Í lagi að nota rafbyssu á börn Þá segja 37,6 prósent íbúa að lögregla noti rafbyssu á börn á aldrinum 15 til 18 ára sem sýna ofbeldisfulla hegðun og um 44 prósent telja að lögregla megi nota rafbyssur í óeirðum. Ef litið er til svara íbúa á landinu öllu má sjá að niðurstöður eru mjög svipaðar en örlítið hærra hlutfall í nær hverju svari um það hvenær lögregla megi nota rafbyssu. Í könnuninni er fólk einnig spurt um það hversu oft það sér lögreglubíl í hverfinu sínu, hversu aðgengileg lögreglan er, hvort það leitaði eftir aðstoð lögreglu og hvers vegna, hversu ánægð þau voru með þjónustuna, hversu örugg þeim finnst þau vera í sínu byggðarlagi eða hverfi. Spurningar eru svo greindar eftir helstu bakgrunnsbreytum. Lögregla sé aðgengileg Mikill meirihluti landsmanna, um 80 prósent, segir lögreglu aðgengilega og segjast telja hana skila góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í sínu hverfi. Þá telur mikill meirihluti landsmanna (91%) sig vera öruggan í eigin hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið en töluvert færri töldu sig örugga í miðborginni eftir myrkur, eða um 40 prósent. Íbúar höfuðborgarsvæðisins upplifa þó meira öryggi en íbúar á landsbyggðinni og eins telja þau sem búa í eða nærri miðborginni sig öruggari en þau sem búa lengra í burtu. Hér má sjá niðurstöður fyrir landið allt og hér má sjá niðurstöður fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Umferð Samgönguslys Rafbyssur Börn og uppeldi Lögreglan Netglæpir Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Þar var spurt um öryggi íbúa, viðhorf til lögreglu og reynslu landsmanna af afbrotum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að um 6,5 prósent greina frá því að hafa orðið fyrir innbroti árið 2024, tvö prósent fyrir ofbeldisbroti og 2,1 prósent fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi. Af þeim sem urðu fyrir innbroti tilkynnti tæplega helmingur brotið til lögreglunnar, rúm 40 prósent tilkynntu ofbeldisbrotið en aðeins um 9,6 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti tilkynntu það til lögreglunnar. Í könnunni er spurt um það hvort fólk hafi verið beitt ofbeldi eða lent í einhvers konar kynferðilegri áreitni. Sem dæmi segja um fjögur prósent prósent að þeim hafi verið hótað að kynferðislegu myndefni yrði deilt, um tvö prósent að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti og lýsa flestir því, eða helmingur, sem grófri kynferðislegri áreitni og segir um helmingur að brotið hafi ekki verið mjög alvarlegt. Tólf prósent telja afbrot ekki vandamál Í könnunni er fólk spurt hvaða brot það telji vera mesta vandamálið. Fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu telja flest, eða 22,7 prósent, innbrot vera mesta vandamálið og umferðarlagabrot fylgja fast á eftir, 19,9 prósent. Þá telja 16,8 prósent þjófnað mesta vandamálið og 12,2 prósent eignaspjöll og skemmdarverk. Um sex prósent telja fíkniefnabrot og kynferðisbrot mesta vandamálið og um 12 prósent telja afbrot ekki vera vandamál. Niðurstöður eru aðeins öðruvísi ef litið er til landsins alls. Þar telja 26,5 prósent umferðarlagabrot vera mesta vandamálið og 17,5 prósent innbrot. Þá telja 13,7 prósent þjófnað mesta vandamálið og 11,6 prósent eignaspjöll og skemmdarverk. 9,9 prósent telja fíkniefnabrot mesta vandamálið og 5,5 prósent ofbeldi og líkamsárásir. Allt telja 11,4 prósent afbrot ekki vera vandamál. Í könnuninni er sérstaklega spurt um ýmiss konar svik. Þar kemur fram, hjá fólki um landið allt, að 17,4 prósent hafa fengið tölvuvírus, 9,4 prósent hafa lent í því að kort þeirra hefur verið misnotað og um tuttugu prósent lent í blekkingum. Um fjögur prósent hafa tapað um milljón Fólk er einnig spurt hversu háum upphæðum það hefur tapað í slíkum svikum. Það segja um 45 prósent að þau hafi tapað um 45,6 þúsund, 27,9 prósent hafa tapað á milli 21 til 100 þúsund og 6,7 prósent á milli hundrað og 500 þúsund. Þá segjast 1,5 prósent hafa tapað á milli 500 þúsund og einnar milljónar og 3,3 prósent hafa tapað meiru en milljón. Niðurstöður eru svipaðar ef litið er til höfuðborgarsvæðisins en 17,3 prósent fengu tölvuvírus og 9,2 prósent lentu í því að kort þeirra var misnotað. Þar segja um 50 prósent að þau hafi tapað á milli fimm og tuttugu þúsund, 18,5 prósent hafa tapað á milli 20 og hundrað þúsund og um fjögur prósent hafa tapað meiru en milljón. Í skýrslunni er einnig spurt um viðhorf fólks til þess að lögregla beri rafbyssur og hvenær lögregla megi beita þeim. Þar segjast um 80 prósent sammála að lögregla megi beita rafbyssu þegar einhver er vopnaður hníf og 87 prósent þegar einhverjum er ógnað með hnífi. Þá segja um 70 prósent því sammála að lögregla beiti rafbyssu þegar einhver er vopnaður barefli og 65 prósent þegar einhver sýnir ofbeldisfulla hegðun. Um 41 prósent eru sammála því að lögregla noti rafbyssu á einhvern sem er í geðrofi og næst ekki samband við. Í lagi að nota rafbyssu á börn Þá segja 37,6 prósent íbúa að lögregla noti rafbyssu á börn á aldrinum 15 til 18 ára sem sýna ofbeldisfulla hegðun og um 44 prósent telja að lögregla megi nota rafbyssur í óeirðum. Ef litið er til svara íbúa á landinu öllu má sjá að niðurstöður eru mjög svipaðar en örlítið hærra hlutfall í nær hverju svari um það hvenær lögregla megi nota rafbyssu. Í könnuninni er fólk einnig spurt um það hversu oft það sér lögreglubíl í hverfinu sínu, hversu aðgengileg lögreglan er, hvort það leitaði eftir aðstoð lögreglu og hvers vegna, hversu ánægð þau voru með þjónustuna, hversu örugg þeim finnst þau vera í sínu byggðarlagi eða hverfi. Spurningar eru svo greindar eftir helstu bakgrunnsbreytum. Lögregla sé aðgengileg Mikill meirihluti landsmanna, um 80 prósent, segir lögreglu aðgengilega og segjast telja hana skila góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í sínu hverfi. Þá telur mikill meirihluti landsmanna (91%) sig vera öruggan í eigin hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið en töluvert færri töldu sig örugga í miðborginni eftir myrkur, eða um 40 prósent. Íbúar höfuðborgarsvæðisins upplifa þó meira öryggi en íbúar á landsbyggðinni og eins telja þau sem búa í eða nærri miðborginni sig öruggari en þau sem búa lengra í burtu. Hér má sjá niðurstöður fyrir landið allt og hér má sjá niðurstöður fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Umferð Samgönguslys Rafbyssur Börn og uppeldi Lögreglan Netglæpir Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira