Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 18. desember 2025 10:02 Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun