Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 19:57 Anora var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaununum í ár. Vísir/EPA Óskarsverðlaununum verður streymt á YouTube frá og með 2029. Verðlaunin hafa hingað til verið sýnd á sjónvarpsstöðinni ABC. Bandaríska kvikmyndaakademían tilkynnti í dag að þau hefðu undirritað margra ára samning um einkarétt á útsendingu Óskarsverðlaunanna á heimsvísu. Samningurinn mun gilda til ársins 2033. Fjallað er um málið á vef CNN. Þar segir að samningurinn undirstriki gríðarlega valdatilfærslu í fjölmiðlaiðnaði. Hann hafi umturnast vegna streymisveitna og YouTube. ABC, sem er í eigu Disney, hefur verið heimili Óskarsverðlaunanna í áratugi. ABC mun halda áfram að sýna verðlaunaafhendinguna til ársins 2028. ABC sagði í yfirlýsingu eftir að tilkynnt var um flutninginn að þau hlakki til næstu þriggja útsendinga, þar á meðal aldarafmælishátíðarinnar árið 2028. Í frétt CNN segir að Óskarsakademían hafi síðustu vikur boðið út réttinn að útsendingum til framtíðar og það hafi leitt til vangaveltna um að tæknirisi myndi kaupa réttinn. „Óskarsverðlaunin eru ein af okkar mikilvægustu menningarstofnunum sem heiðra afburðaárangur í sagnagerð og listsköpun. Samstarf við Akademíuna um að færa þessa hátíð listar og afþreyingar til áhorfenda um allan heim mun hvetja nýja kynslóð til sköpunar og kvikmyndaunnenda á sama tíma og við höldum í sögufræga arfleifð Óskarsins,“ er haft eftir Neal Mohan, forstjóra YouTube, í fréttinni. „Að YouTube sýni frá Óskarsverðlaununum er eins og að takast í hendur við gaurinn sem er að reyna að drepa þig,“ sagði handritshöfundurinn Daniel Kunka á samfélagsmiðlinum X þegar tilkynningin var gerð. Í frétt CNN segir að Youtube hafi hvatt kvikmyndagerðarfólk til að gera tilraunir með nýja tækni og dreifa kvikmyndum sínum á nýjan hátt. Óskarsverðlaunin haldi að mestu á lofti kvikmyndum sem hafi farið í sýningu í kvikmyndahúsum, jafnvel þótt margir sjái kvikmyndirnar ekki fyrr en þær koma á streymisveitur. Kvikmyndin Anora, sem var valin besta kvikmyndin í ár, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, kom síðan út í kvikmyndahúsum og rataði á streymisveituna Hulu mánuðum síðar. Óskarsverðlaunin Hollywood Bandaríkin Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían tilkynnti í dag að þau hefðu undirritað margra ára samning um einkarétt á útsendingu Óskarsverðlaunanna á heimsvísu. Samningurinn mun gilda til ársins 2033. Fjallað er um málið á vef CNN. Þar segir að samningurinn undirstriki gríðarlega valdatilfærslu í fjölmiðlaiðnaði. Hann hafi umturnast vegna streymisveitna og YouTube. ABC, sem er í eigu Disney, hefur verið heimili Óskarsverðlaunanna í áratugi. ABC mun halda áfram að sýna verðlaunaafhendinguna til ársins 2028. ABC sagði í yfirlýsingu eftir að tilkynnt var um flutninginn að þau hlakki til næstu þriggja útsendinga, þar á meðal aldarafmælishátíðarinnar árið 2028. Í frétt CNN segir að Óskarsakademían hafi síðustu vikur boðið út réttinn að útsendingum til framtíðar og það hafi leitt til vangaveltna um að tæknirisi myndi kaupa réttinn. „Óskarsverðlaunin eru ein af okkar mikilvægustu menningarstofnunum sem heiðra afburðaárangur í sagnagerð og listsköpun. Samstarf við Akademíuna um að færa þessa hátíð listar og afþreyingar til áhorfenda um allan heim mun hvetja nýja kynslóð til sköpunar og kvikmyndaunnenda á sama tíma og við höldum í sögufræga arfleifð Óskarsins,“ er haft eftir Neal Mohan, forstjóra YouTube, í fréttinni. „Að YouTube sýni frá Óskarsverðlaununum er eins og að takast í hendur við gaurinn sem er að reyna að drepa þig,“ sagði handritshöfundurinn Daniel Kunka á samfélagsmiðlinum X þegar tilkynningin var gerð. Í frétt CNN segir að Youtube hafi hvatt kvikmyndagerðarfólk til að gera tilraunir með nýja tækni og dreifa kvikmyndum sínum á nýjan hátt. Óskarsverðlaunin haldi að mestu á lofti kvikmyndum sem hafi farið í sýningu í kvikmyndahúsum, jafnvel þótt margir sjái kvikmyndirnar ekki fyrr en þær koma á streymisveitur. Kvikmyndin Anora, sem var valin besta kvikmyndin í ár, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, kom síðan út í kvikmyndahúsum og rataði á streymisveituna Hulu mánuðum síðar.
Óskarsverðlaunin Hollywood Bandaríkin Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“