Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar 18. desember 2025 07:01 Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Jól Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun