Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2025 23:30 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, segir fólk enn geta sent gjafir innanlands sem eiga að berast fyrir jól, en gjafir sem sendar eru núna erlendis nái líklega ekki fyrir jól. Vísir/Ívar Fannar Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag. Þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis sögðust hafa heyrt af því að kona í Danmörku hefði tekið við pakka frá Íslandi og þurft að greiða tuttugu þúsund krónur til að fá hann í gegnum tollinn. Þórhildur segir misjafnt eftir löndum hvað hámarkið er á virði gjafa. „Í Danmörku er það til dæmis þannig að ef að ein gjöfin fer yfir 360 krónur danskar, sem eru kannski sjö þúsund krónur rúmar, að þá lendir það bara í skattskyldu,“ segir Þórhildur og að hvert land geti sett sínar reglur og EES-samningur komi ekki í veg fyrir það. Hún segir þetta líka gilda á Íslandi. Hér sé hámarkið 13.500 krónur og í Bandaríkjunum séu það um 100 dollarar. „Þetta er mjög, mjög mismunandi á milli landa,“ segir hún og að þetta fari ekki eftir varningi heldur verðmiða. Hún segir þetta viðmið ekki hafa breyst í nokkurn tíma og gjafir séu dýrari í dag en þær voru fyrir, til dæmis, tíu árum. Skilur ergelsi Þórhildur segir það ekki algengt að fólk taki ekki við gjöfunum vegna tollsins. „En ég skil bara mjög vel að fólk skuli vera uggandi yfir því að vera að taka við gjöfum og þurfa að borga tugi þúsunda til að leysa gjöfina sína út. Ég skil mjög vel að það skuli vera ergelsi yfir því.“ Þórhildur segir starfsfólk meðvitað um að nú sé fólk að senda jólagjafir og reyni að taka tillit til þess. Hún segir ekki endilega gott að setja ekki rétt verð því þá fáist ekki endilega rétt verð úr tryggingum komi eitthvað fyrir pakkann á leiðinni. Hún segir ekki mega senda hvað sem er á milli landa. Það séu reglur um viðkvæmar vörur, til dæmis. Það væri kannski hægt að senda grænar baunir til Svíþjóðar en ef einhver ætli að senda hangikjöt gæti það bara stoppað á leiðinni og myglað. „Súkkulaði er ekkert mál. Það er bara gleði, og lakkrís, klárlega.“ Hún segir hægt að senda pakka innanlands til 21. desember og starfsmenn vinni til hádegis á aðfangadag til að reyna að koma öllu til skila. Ætli fólk að senda pakka erlendis geti pósturinn ekki ábyrgst að hann verði kominn fyrir jól. Það sé hægt að póstleggja í póstboxum og pósthúsum. Hún segir jólakortum hafa fækkað en þau berist enn alltaf einhver. „Þetta er rómantík, að geta sent ástvinum sínum fallega kveðju.“ Pósturinn Jól Danmörk Bandaríkin EES-samningurinn Neytendur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis sögðust hafa heyrt af því að kona í Danmörku hefði tekið við pakka frá Íslandi og þurft að greiða tuttugu þúsund krónur til að fá hann í gegnum tollinn. Þórhildur segir misjafnt eftir löndum hvað hámarkið er á virði gjafa. „Í Danmörku er það til dæmis þannig að ef að ein gjöfin fer yfir 360 krónur danskar, sem eru kannski sjö þúsund krónur rúmar, að þá lendir það bara í skattskyldu,“ segir Þórhildur og að hvert land geti sett sínar reglur og EES-samningur komi ekki í veg fyrir það. Hún segir þetta líka gilda á Íslandi. Hér sé hámarkið 13.500 krónur og í Bandaríkjunum séu það um 100 dollarar. „Þetta er mjög, mjög mismunandi á milli landa,“ segir hún og að þetta fari ekki eftir varningi heldur verðmiða. Hún segir þetta viðmið ekki hafa breyst í nokkurn tíma og gjafir séu dýrari í dag en þær voru fyrir, til dæmis, tíu árum. Skilur ergelsi Þórhildur segir það ekki algengt að fólk taki ekki við gjöfunum vegna tollsins. „En ég skil bara mjög vel að fólk skuli vera uggandi yfir því að vera að taka við gjöfum og þurfa að borga tugi þúsunda til að leysa gjöfina sína út. Ég skil mjög vel að það skuli vera ergelsi yfir því.“ Þórhildur segir starfsfólk meðvitað um að nú sé fólk að senda jólagjafir og reyni að taka tillit til þess. Hún segir ekki endilega gott að setja ekki rétt verð því þá fáist ekki endilega rétt verð úr tryggingum komi eitthvað fyrir pakkann á leiðinni. Hún segir ekki mega senda hvað sem er á milli landa. Það séu reglur um viðkvæmar vörur, til dæmis. Það væri kannski hægt að senda grænar baunir til Svíþjóðar en ef einhver ætli að senda hangikjöt gæti það bara stoppað á leiðinni og myglað. „Súkkulaði er ekkert mál. Það er bara gleði, og lakkrís, klárlega.“ Hún segir hægt að senda pakka innanlands til 21. desember og starfsmenn vinni til hádegis á aðfangadag til að reyna að koma öllu til skila. Ætli fólk að senda pakka erlendis geti pósturinn ekki ábyrgst að hann verði kominn fyrir jól. Það sé hægt að póstleggja í póstboxum og pósthúsum. Hún segir jólakortum hafa fækkað en þau berist enn alltaf einhver. „Þetta er rómantík, að geta sent ástvinum sínum fallega kveðju.“
Pósturinn Jól Danmörk Bandaríkin EES-samningurinn Neytendur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira