Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar 16. desember 2025 13:02 Nú þegar hið nýja framboð „Vor til vinstri“ er komið fram í dagsljósið er ekki lengur hægt að tala undir rós. Gríman er fallin. Þetta var aldrei spurning um að Sanna Magdalena væri „heimilislaus“ í pólitík. Þetta snýst um stjórnmálamann sem er tilbúinn að brenna ofan af félögum sínum heilt hús – hús sem hún byggði ekki ein – einfaldlega vegna þess að hún fékk ekki alræðisvald. Hinn eini sanni „glæpur“ flokksmanna. Við skulum horfast í augu við staðreyndir sem gleymast í mjúku viðtölunum. Sönnu var ekki kastað á dyr. Þvert á móti sýndu flokksfélagar henni þann heiður og traust á aðalfundi flokksins þann 24. maí síðastliðinn að kjósa hana sjálfkjörna sem pólitískan leiðtoga Sósíalistaflokksins. Hvað gerðu flokksmenn þá af sér sem réttlætir þessi svik? Þeir gerðu bara eitt. Þeir fylgdu ekki óskalista Sönnu. Hinn meinti „glæpur“ almennra félagsmanna var sá að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa fólk í framkvæmdastjórn sem Sönnu hugnaðist ekki. Hún vildi fá að handvelja stjórnina. Fundurinn vildi lýðræðislegt val. Viðbrögð Sönnu við þessu „mótlæti“ voru afhjúpandi. Hún sagði af sér formennsku tveimur dögum síðar. Skilaboðin voru skýr. Það skiptir engu máli að þið völduð mig sem leiðtoga. Ef ég fæ ekki að raða niður í hin sætin líka, þá gildir lýðræðið ekki. Sviðin jörð sjálfboðaliðanna. Það sem svíður mest í þessu ferli er ekki pólitíska refskákin, heldur algjört virðingarleysi fyrir þeim þúsundum vinnustunda sem almennir félagsmenn hafa lagt fram. Sósíalistaflokkurinn er ekki einkafyrirtæki Sönnu. Hann er hreyfing fólksins sem hefur, oft með miklum fórnum, byggt upp öfluga innviði. Samstöðin. Fjölmiðill sem var byggður upp til að gefa verkafólki rödd. Félagsheimilið í Bolholti. Samkomustaður sem grasrótin fjármagnaði og skóp. Með því að stofna sérframboð upp úr rústunum er Sanna beinlínis að fótum troða vinnu allra þeirra sjálfboðaliða sem möluðu steypuna í grunninn að þessu starfi. Hún virðist vilja frekar sjá flokkinn brenna til ösku en að hann starfi áfram án hennar alræðisvalds. Hræsnin í buddunni. Talið um að flokkurinn hafi brugðist henni eða „Vorstjörnunni“ er stærsta blekkingin. Tölurnar tala sínu máli en upplýsingar frá gjaldkera flokksins varpa skýrara ljósi á stöðuna. Hann staðfestir að flokkurinn hefur ekki greitt Vorstjörnunni krónu á þessu ári. Hins vegar hafa tugir milljóna runnið beint til Samstöðvarinnar, en einungis árið 2025 voru 11 milljónir króna millifærðar án samninga og undir þrýstingi. Þetta var ofan á reglulegar millifærslur ríkisstyrkja í gegnum árin sem runnu til rekstur fjölmiðilsins í gegnum Vorstjörnuna eða Alþýðufélagið eða beint inn í Samstöðina eins og var tilfellið í ár. Planið fyrir maí. Að tryggja einræður kóngsins. En leikritinu er ekki lokið. Heimildir herma að takmarkið sé ekki bara að stofna nýtt framboð, heldur að snúa aftur í Sósíalistaflokkinn á næsta aðalfundi í maí og taka yfir stjórnina með valdi. Til hvers? Jú, svo Sanna geti gerst „pólitísk sykurmamma“ fyrir Gunnar Smára Egilsson. Markmiðið virðist vera að tryggja að flokkurinn haldi áfram að dæla milljónum í einkamiðilinn hans, Samstöðina. Þar fær hann að halda tveggja klukkustunda einræður á hverjum degi þar sem gestir eru upp á punt og fá vart að koma að einu orði. Þetta snýst um að fjármagna „showið“ hans, kostað af sjálfboðaliðum sem fá engu að ráða. Þetta snýst ekki um hugsjónir. Ef þú berð virðingu fyrir félagshyggju, þá virðir þú niðurstöðu heildarinnar – líka þegar hún kýs ekki vini þína í stjórn. Sanna Magdalena hefur sýnt sitt sanna andlit. Það er ekki andlit fórnarlambsins. Það er andlit stjórnmálamanns sem metur eigin völd og hagsmuni Gunnars Smára meira en vilja fjöldans. Ég hef verið skráður í Sósíalistaflokkinn nánast frá upphafi og hreifst strax af boðskapnum um efnislegt réttlæti. Mín sýn er sú að samfélagið verði sterkara þegar nágranninn hefur það gott; það er vörn gegn misnotkun og tryggir öryggi okkar allra. Ég lét þó ekki til mín taka í innra starfinu fyrr en í aðdraganda alþingiskosninganna 2021, þegar ég tók þátt í úthringingum undir stjórn Viðars Þorsteinssonar hjá Eflingu. Í kjölfarið tók ég sæti í málefnastjórn flokksins, sem þá var undir forystu Maríu Pétursdóttur, þar sem ég vann meðal annars að endurskoðun á húsnæðisstefnu flokksins – stefnu sem, ef ég man rétt, er enn í gildi í dag. Árið 2024 hófust umræður um að framkvæmdastjórn myndi færa af sér verkefni, sérstaklega er varðar undirbúning og framkvæmd kosninga. Á Sósíalistaþingi í maí sama ár var ég kjörinn aðalmaður í kosningastjórn undir forystu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og starfaði þar fram í júlí 2025. Á þessu tímabili bar ég einnig hitann og þungann af tæknimálum á félagsfundum árin 2024 og 2025. Þótt ég hafi lagt mikla vinnu í það starf hafði ég ekki áhuga á að halda áfram lengur. Ég var verulega óánægður með forystu Sönnu og Gunnars Smára Egilssonar í að taka á þeim klofningi sem myndaðist í flokknum en sá klofningur náði síðan hápunkti í sögulegu uppgjöri á aðalfundi í maí 2025. Samhliða þessu starfaði ég einnig í hreyfingunni í stærra samhengi. Árin 2024 og 2025 skrifaði ég erlendar verkalýðsfréttir fyrir Samstöðina og seldi áskriftir að fjölmiðlinum, allt í sjálfboðavinnu. Þar að auki hef ég nýtt forritunarkunnáttu mína til að smíða nýtt og betra félagakerfi fyrir flokkinn. Ekklesia. Þetta er örugg félagagátt sem einfaldar aðgengi að öllu sem viðkemur félagsaðild, innskráning með rafrænum skilríkjum, yfirsýn yfir prófíl og félagsstöðu, aðgang að viðburðum og kosningum og tenging við svæðisbundin félög. Þetta kerfi eykur gagnsæi og auðveldar lýðræðislega þátttöku með því að samþætta alla þessa þætti á einum stað, sem er ómetanlegt framlag til innviða flokksins. Ég hef því lagt mikla vinnu og hugsjónir í uppbyggingu þessa flokks og tel ég eiga mikið undir því að hann standi vörð um sínar upphaflegu hugsjónir. Höfundur er óbreyttur félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hið nýja framboð „Vor til vinstri“ er komið fram í dagsljósið er ekki lengur hægt að tala undir rós. Gríman er fallin. Þetta var aldrei spurning um að Sanna Magdalena væri „heimilislaus“ í pólitík. Þetta snýst um stjórnmálamann sem er tilbúinn að brenna ofan af félögum sínum heilt hús – hús sem hún byggði ekki ein – einfaldlega vegna þess að hún fékk ekki alræðisvald. Hinn eini sanni „glæpur“ flokksmanna. Við skulum horfast í augu við staðreyndir sem gleymast í mjúku viðtölunum. Sönnu var ekki kastað á dyr. Þvert á móti sýndu flokksfélagar henni þann heiður og traust á aðalfundi flokksins þann 24. maí síðastliðinn að kjósa hana sjálfkjörna sem pólitískan leiðtoga Sósíalistaflokksins. Hvað gerðu flokksmenn þá af sér sem réttlætir þessi svik? Þeir gerðu bara eitt. Þeir fylgdu ekki óskalista Sönnu. Hinn meinti „glæpur“ almennra félagsmanna var sá að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa fólk í framkvæmdastjórn sem Sönnu hugnaðist ekki. Hún vildi fá að handvelja stjórnina. Fundurinn vildi lýðræðislegt val. Viðbrögð Sönnu við þessu „mótlæti“ voru afhjúpandi. Hún sagði af sér formennsku tveimur dögum síðar. Skilaboðin voru skýr. Það skiptir engu máli að þið völduð mig sem leiðtoga. Ef ég fæ ekki að raða niður í hin sætin líka, þá gildir lýðræðið ekki. Sviðin jörð sjálfboðaliðanna. Það sem svíður mest í þessu ferli er ekki pólitíska refskákin, heldur algjört virðingarleysi fyrir þeim þúsundum vinnustunda sem almennir félagsmenn hafa lagt fram. Sósíalistaflokkurinn er ekki einkafyrirtæki Sönnu. Hann er hreyfing fólksins sem hefur, oft með miklum fórnum, byggt upp öfluga innviði. Samstöðin. Fjölmiðill sem var byggður upp til að gefa verkafólki rödd. Félagsheimilið í Bolholti. Samkomustaður sem grasrótin fjármagnaði og skóp. Með því að stofna sérframboð upp úr rústunum er Sanna beinlínis að fótum troða vinnu allra þeirra sjálfboðaliða sem möluðu steypuna í grunninn að þessu starfi. Hún virðist vilja frekar sjá flokkinn brenna til ösku en að hann starfi áfram án hennar alræðisvalds. Hræsnin í buddunni. Talið um að flokkurinn hafi brugðist henni eða „Vorstjörnunni“ er stærsta blekkingin. Tölurnar tala sínu máli en upplýsingar frá gjaldkera flokksins varpa skýrara ljósi á stöðuna. Hann staðfestir að flokkurinn hefur ekki greitt Vorstjörnunni krónu á þessu ári. Hins vegar hafa tugir milljóna runnið beint til Samstöðvarinnar, en einungis árið 2025 voru 11 milljónir króna millifærðar án samninga og undir þrýstingi. Þetta var ofan á reglulegar millifærslur ríkisstyrkja í gegnum árin sem runnu til rekstur fjölmiðilsins í gegnum Vorstjörnuna eða Alþýðufélagið eða beint inn í Samstöðina eins og var tilfellið í ár. Planið fyrir maí. Að tryggja einræður kóngsins. En leikritinu er ekki lokið. Heimildir herma að takmarkið sé ekki bara að stofna nýtt framboð, heldur að snúa aftur í Sósíalistaflokkinn á næsta aðalfundi í maí og taka yfir stjórnina með valdi. Til hvers? Jú, svo Sanna geti gerst „pólitísk sykurmamma“ fyrir Gunnar Smára Egilsson. Markmiðið virðist vera að tryggja að flokkurinn haldi áfram að dæla milljónum í einkamiðilinn hans, Samstöðina. Þar fær hann að halda tveggja klukkustunda einræður á hverjum degi þar sem gestir eru upp á punt og fá vart að koma að einu orði. Þetta snýst um að fjármagna „showið“ hans, kostað af sjálfboðaliðum sem fá engu að ráða. Þetta snýst ekki um hugsjónir. Ef þú berð virðingu fyrir félagshyggju, þá virðir þú niðurstöðu heildarinnar – líka þegar hún kýs ekki vini þína í stjórn. Sanna Magdalena hefur sýnt sitt sanna andlit. Það er ekki andlit fórnarlambsins. Það er andlit stjórnmálamanns sem metur eigin völd og hagsmuni Gunnars Smára meira en vilja fjöldans. Ég hef verið skráður í Sósíalistaflokkinn nánast frá upphafi og hreifst strax af boðskapnum um efnislegt réttlæti. Mín sýn er sú að samfélagið verði sterkara þegar nágranninn hefur það gott; það er vörn gegn misnotkun og tryggir öryggi okkar allra. Ég lét þó ekki til mín taka í innra starfinu fyrr en í aðdraganda alþingiskosninganna 2021, þegar ég tók þátt í úthringingum undir stjórn Viðars Þorsteinssonar hjá Eflingu. Í kjölfarið tók ég sæti í málefnastjórn flokksins, sem þá var undir forystu Maríu Pétursdóttur, þar sem ég vann meðal annars að endurskoðun á húsnæðisstefnu flokksins – stefnu sem, ef ég man rétt, er enn í gildi í dag. Árið 2024 hófust umræður um að framkvæmdastjórn myndi færa af sér verkefni, sérstaklega er varðar undirbúning og framkvæmd kosninga. Á Sósíalistaþingi í maí sama ár var ég kjörinn aðalmaður í kosningastjórn undir forystu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og starfaði þar fram í júlí 2025. Á þessu tímabili bar ég einnig hitann og þungann af tæknimálum á félagsfundum árin 2024 og 2025. Þótt ég hafi lagt mikla vinnu í það starf hafði ég ekki áhuga á að halda áfram lengur. Ég var verulega óánægður með forystu Sönnu og Gunnars Smára Egilssonar í að taka á þeim klofningi sem myndaðist í flokknum en sá klofningur náði síðan hápunkti í sögulegu uppgjöri á aðalfundi í maí 2025. Samhliða þessu starfaði ég einnig í hreyfingunni í stærra samhengi. Árin 2024 og 2025 skrifaði ég erlendar verkalýðsfréttir fyrir Samstöðina og seldi áskriftir að fjölmiðlinum, allt í sjálfboðavinnu. Þar að auki hef ég nýtt forritunarkunnáttu mína til að smíða nýtt og betra félagakerfi fyrir flokkinn. Ekklesia. Þetta er örugg félagagátt sem einfaldar aðgengi að öllu sem viðkemur félagsaðild, innskráning með rafrænum skilríkjum, yfirsýn yfir prófíl og félagsstöðu, aðgang að viðburðum og kosningum og tenging við svæðisbundin félög. Þetta kerfi eykur gagnsæi og auðveldar lýðræðislega þátttöku með því að samþætta alla þessa þætti á einum stað, sem er ómetanlegt framlag til innviða flokksins. Ég hef því lagt mikla vinnu og hugsjónir í uppbyggingu þessa flokks og tel ég eiga mikið undir því að hann standi vörð um sínar upphaflegu hugsjónir. Höfundur er óbreyttur félagi í Sósíalistaflokknum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun