Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. desember 2025 07:03 Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: - 143 milljarða útgjaldaaukningu (voru um 70 milljarðar í síðustu fjárlögum og þá var kosningaár) - 30 milljarða skattahækkanir - Að ekki séu lögð til hallalaus fjárlög Sjálfstæðisflokkurinn hefur þess í stað lagt fram tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri, sölu eigna, skattalækkanir, niðurgreiðslu ríkisskulda og hallalaus fjárlög. Þeim tillögum hefur stjórnarmeirihlutinn hafnað, öllum sem einni. Meðal tillagna má nefna: - 3,5% hagræðingarkröfu á ríkisstofnanir - 7,5% aðhald á aðalskrifstofur ráðuneyta - Skúffufé ráðherra lagt af - Lög um opinbera starfsmenn samræmd við almennan vinnumarkað Það má gjarnan rifja hér upp að þrátt fyrir gríðarleg áföll sem við höfum glímt hér við á undanförnum árum, m.a. heimsfaraldur, jarðhræringar og stríð í Evrópu, skilaði síðasta ríkisstjórn af sér ríkissjóði með litlum halla og lágmarks skuldasöfnun. Og tók þátt í að lækka skatta um yfir 300 milljarða á tíu ára tímabili. Er ekki verið að hækka skatta á almenning? Þrátt fyrir að forsvarsmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafi lofað því í aðdraganda kosninga að hækka ekki skatta á almenning – á venjulegt fólk – þarf ekki annað en að renna yfir skattatillögurnar til að sjá að þær ná til mikils meirihluta kjósenda. Meðal annars er um að ræða stórhækkuð vörugjöld á bíla, afnám samsköttunar hjóna og sambúðarfólks, kílómetragjaldið á ökutæki, hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið og hækkun skatta á leigutekjur sem mun hækka leiguverð og bitna á leigjendum. Stjórnarliðar bera því við hér í þinginu að aðeins sé um að ræða aðgerðir sem bitni á „breiðu bökunum“. Að við sem mótmælum þessum skattahækkunum séum að verja þessi breiðu bök, sem geti vel borgað hærri skatta. Ef þú, kæri lesandi, sérð þarna skattahækkun sem mun bitna á þér, getur þú dregið þá ályktun að þú sért þetta breiða bak ríkisstjórnarinnar sem getir vel greitt hærri skatta. Og þau eru bara rétt að byrja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: - 143 milljarða útgjaldaaukningu (voru um 70 milljarðar í síðustu fjárlögum og þá var kosningaár) - 30 milljarða skattahækkanir - Að ekki séu lögð til hallalaus fjárlög Sjálfstæðisflokkurinn hefur þess í stað lagt fram tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri, sölu eigna, skattalækkanir, niðurgreiðslu ríkisskulda og hallalaus fjárlög. Þeim tillögum hefur stjórnarmeirihlutinn hafnað, öllum sem einni. Meðal tillagna má nefna: - 3,5% hagræðingarkröfu á ríkisstofnanir - 7,5% aðhald á aðalskrifstofur ráðuneyta - Skúffufé ráðherra lagt af - Lög um opinbera starfsmenn samræmd við almennan vinnumarkað Það má gjarnan rifja hér upp að þrátt fyrir gríðarleg áföll sem við höfum glímt hér við á undanförnum árum, m.a. heimsfaraldur, jarðhræringar og stríð í Evrópu, skilaði síðasta ríkisstjórn af sér ríkissjóði með litlum halla og lágmarks skuldasöfnun. Og tók þátt í að lækka skatta um yfir 300 milljarða á tíu ára tímabili. Er ekki verið að hækka skatta á almenning? Þrátt fyrir að forsvarsmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafi lofað því í aðdraganda kosninga að hækka ekki skatta á almenning – á venjulegt fólk – þarf ekki annað en að renna yfir skattatillögurnar til að sjá að þær ná til mikils meirihluta kjósenda. Meðal annars er um að ræða stórhækkuð vörugjöld á bíla, afnám samsköttunar hjóna og sambúðarfólks, kílómetragjaldið á ökutæki, hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið og hækkun skatta á leigutekjur sem mun hækka leiguverð og bitna á leigjendum. Stjórnarliðar bera því við hér í þinginu að aðeins sé um að ræða aðgerðir sem bitni á „breiðu bökunum“. Að við sem mótmælum þessum skattahækkunum séum að verja þessi breiðu bök, sem geti vel borgað hærri skatta. Ef þú, kæri lesandi, sérð þarna skattahækkun sem mun bitna á þér, getur þú dregið þá ályktun að þú sért þetta breiða bak ríkisstjórnarinnar sem getir vel greitt hærri skatta. Og þau eru bara rétt að byrja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar