Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar 14. desember 2025 14:32 Heimurinn er betri en við höldum. Með því að tala aldrei um annað en það sem betur má fara höfum við skapað tækifæri fyrir lýðskrumara sem selja hættulegar hugmyndir um orsakir „vandans“ og lausnir á honum. Við erum uppi á fallegustu og friðsömustu tímum sögunnar. Við sem nú lifum höfum meiri tækifæri til að vera og gera það sem við viljum en nokkur kynslóð á undan okkur, lifum lengra og betra lífi við meira öryggi, höfum aðgang að meiri og betri þekkingu og þurfum minna að hafa fyrir lífinu en þau sem á undan okkur komu. Þrátt fyrir það eru fréttirnar og almenn og opinber umræða gegnsýrð af því hvað allt sé ömurlegt. Það er enginn að minna okkur á fegurðina, réttindin, þægindin og möguleikana sem framþróun samfélagsins hefur fært okkur. Og það er enginn að mála framtíðina í björtu ljósi, þó það sé engin ástæða til að halda að tækifæri okkar til að bæta heiminn séu nokkurs staðar nærri því að vera búin. Tæknin, vísindin, markaðurinn og ríkisvaldið - samfélagsgerðin - sem við höfum byggt upp býður svo sannarlega upp á það. Auðvitað er margt sem má gera enn betur, en ef við keppumst við að mikla þá hluti fyrir okkur, gleymum við að minna okkur á og þakka fyrir það sem við höfum. Og ef enginn sér og málar framtíðina í björtu ljósi, vinnur enginn að því að gera bjarta framtíðina að veruleika. Í staðinn gerum við sjálf okkur, foreldra okkar og börnin okkar óánægð með ofurallsnægtirnar sem við búum við og æ fleiri halla sér að sölumönnum róttækra breytinga sem kenna fólki sem enga ábyrgð ber um vandamálin sem í stóra samhenginu eru varla til staðar. Höfundur er frumkvöðull og óseðjandi áhugamaður um allt milli himins og jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Heimurinn er betri en við höldum. Með því að tala aldrei um annað en það sem betur má fara höfum við skapað tækifæri fyrir lýðskrumara sem selja hættulegar hugmyndir um orsakir „vandans“ og lausnir á honum. Við erum uppi á fallegustu og friðsömustu tímum sögunnar. Við sem nú lifum höfum meiri tækifæri til að vera og gera það sem við viljum en nokkur kynslóð á undan okkur, lifum lengra og betra lífi við meira öryggi, höfum aðgang að meiri og betri þekkingu og þurfum minna að hafa fyrir lífinu en þau sem á undan okkur komu. Þrátt fyrir það eru fréttirnar og almenn og opinber umræða gegnsýrð af því hvað allt sé ömurlegt. Það er enginn að minna okkur á fegurðina, réttindin, þægindin og möguleikana sem framþróun samfélagsins hefur fært okkur. Og það er enginn að mála framtíðina í björtu ljósi, þó það sé engin ástæða til að halda að tækifæri okkar til að bæta heiminn séu nokkurs staðar nærri því að vera búin. Tæknin, vísindin, markaðurinn og ríkisvaldið - samfélagsgerðin - sem við höfum byggt upp býður svo sannarlega upp á það. Auðvitað er margt sem má gera enn betur, en ef við keppumst við að mikla þá hluti fyrir okkur, gleymum við að minna okkur á og þakka fyrir það sem við höfum. Og ef enginn sér og málar framtíðina í björtu ljósi, vinnur enginn að því að gera bjarta framtíðina að veruleika. Í staðinn gerum við sjálf okkur, foreldra okkar og börnin okkar óánægð með ofurallsnægtirnar sem við búum við og æ fleiri halla sér að sölumönnum róttækra breytinga sem kenna fólki sem enga ábyrgð ber um vandamálin sem í stóra samhenginu eru varla til staðar. Höfundur er frumkvöðull og óseðjandi áhugamaður um allt milli himins og jarðar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar