Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 07:46 Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar