Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 07:47 Útgerðin verður að vakna. Það er ekki lengur hægt að sitja á hliðarlínunni og horfa upp á stofnmat sem byggir á aðferðum síðustu aldar, þar sem hvorki hvalir né umhverfisþættir eru inni í stofnmatsútreikningum. Þorskur er að horast, nýting og framlegð lækkar á sama tíma sem óvissan í ráðgjöf fer vaxandi. Eigi að síður hefur útgerðin látið sér það lynda að atvinnugrein, sem aflar hundruð milljarða, sé stjórnað með tækni frá síðustu öld. Það er óskiljanlegt og í raun óverjandi. Hvalir éta margfalt meira af fiski en veitt er af mönnum, fæðukeðjan tekur breytingum og veiðisvæði færast til. Þrátt fyrir þetta byggist ráðgjöf enn á líkani sem gerir ráð fyrir „stofnmati án afráns“. Þótt menn telja sig vinna að varúð þá er unnið í blindni. Afleiðingar þessarar blindni lenda fyrst og síðast á útgerðinni sjálfri, sjómönnunum og byggðunum sem reiða sig á afkomu greinarinnar. Útgerðin á að vera leiðandi afl í gagnadrifinni veiðistýringu og vísindalegri vistkerfisnálgun en ekki aukaleikari í eigin atvinnugrein. Útgerðin situr á gögnum, fjármagni og hagsmunum sem eru miklu meiri en finnst hjá nokkurri opinberri stofnun. Þess vegna er það útgerðarinnar að krefjast betri vísinda, nútímalegri stofnmatslíkana og formlegrar innleiðingar rauntímagagna við veiðiráðgjöf. Margt af þessu geta þeir gert sjálfir ef vilji er til. Ef útgerðin stígur ekki fram núna mun enginn gera það fyrir hana. Þá verður haldið áfram að stýra í myrkri þar til reksturinn strandar á skeri. Það er kominn tími til að útgerðin taki ábyrgð, krefjist breytinga og hefjist handa. Strax. Höfundur er forstjóri Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útgerðin verður að vakna. Það er ekki lengur hægt að sitja á hliðarlínunni og horfa upp á stofnmat sem byggir á aðferðum síðustu aldar, þar sem hvorki hvalir né umhverfisþættir eru inni í stofnmatsútreikningum. Þorskur er að horast, nýting og framlegð lækkar á sama tíma sem óvissan í ráðgjöf fer vaxandi. Eigi að síður hefur útgerðin látið sér það lynda að atvinnugrein, sem aflar hundruð milljarða, sé stjórnað með tækni frá síðustu öld. Það er óskiljanlegt og í raun óverjandi. Hvalir éta margfalt meira af fiski en veitt er af mönnum, fæðukeðjan tekur breytingum og veiðisvæði færast til. Þrátt fyrir þetta byggist ráðgjöf enn á líkani sem gerir ráð fyrir „stofnmati án afráns“. Þótt menn telja sig vinna að varúð þá er unnið í blindni. Afleiðingar þessarar blindni lenda fyrst og síðast á útgerðinni sjálfri, sjómönnunum og byggðunum sem reiða sig á afkomu greinarinnar. Útgerðin á að vera leiðandi afl í gagnadrifinni veiðistýringu og vísindalegri vistkerfisnálgun en ekki aukaleikari í eigin atvinnugrein. Útgerðin situr á gögnum, fjármagni og hagsmunum sem eru miklu meiri en finnst hjá nokkurri opinberri stofnun. Þess vegna er það útgerðarinnar að krefjast betri vísinda, nútímalegri stofnmatslíkana og formlegrar innleiðingar rauntímagagna við veiðiráðgjöf. Margt af þessu geta þeir gert sjálfir ef vilji er til. Ef útgerðin stígur ekki fram núna mun enginn gera það fyrir hana. Þá verður haldið áfram að stýra í myrkri þar til reksturinn strandar á skeri. Það er kominn tími til að útgerðin taki ábyrgð, krefjist breytinga og hefjist handa. Strax. Höfundur er forstjóri Bláa hagkerfisins ehf.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar